Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 3
Leó Kristjánsson: Jarðeðlisfræði og fornminjaleit INNGANGUR Á undanförnum áratugum hefur þróast margvísleg tækni til könnunar jarðvegs- og berglaga með eðlisfræði- legum aðferðum. Ástæður þeirrar þró- unar hafa fyrst og fremst verið hagnýt- ar, vegna leitar að verðmætum jarð- efnum. Mest er lagt í leit að olíu, gasi og kolum, en einnig er með þessum aðferðum leitað að málmefnum, dem- öntum og margvíslegum öðrum iðnað- arsteindum, grunnvatnslindum, og byggingarefnum. Þar að auki koma eðlisfræðilegar aðferðir mjög að not- um við leit að kafbátum á rúmsjó, að mannvirkjum og tækjum sem lent hafa undir skriðum eða snjóflóðum, að götulögnum vegna framkvæmda, og mörgu öðru. Að sjálfsögðu hefur þessi jarðeðlis- fræðilega tækni um leið verið notuð í margháttuðum almennum vísinda- legum tilgangi. Eitt notkunarsviðið er við leit að fornum menningarminjum (Aitken 1974), sem ásamt framförum í köfunartækni hefur leitt til margra merkra uppgötvana í þeim fræðum undanfarin ár. Á íslandi hefur notkun jarðeðlisfræði við fornminjaleit aðeins tengst einni leitaraðgerð, en vegna þess hve hún hefur verið umfangsmikil og vel þekkt meðal landsmanna, þykir rétt að lýsa rannsóknaraðferðum nokkuð með hliðsjón af reynslu úr henni. Er hér átt við leitina að flaki Indíafarsins Het Wapen van Amster- dam, sem strandaði á Skaftafellsfjöru við Skeiðarársand haustið 1667. Greinarhöfundur hefur öðru hvoru veitt aðstoð við þá leit, og fylgst með því sem um hana hefur komið fram í ýmsum skýrslum og prentuðum heim- ildum. Nánari upplýsingar um leitaraðferð- ir og árangur af þeim erlendis má finna m. a. í tímaritinu „International Jour- nal of Nautical Archeology", sem komið hefur út frá 1972, í bókum UN- ESCO (1972), Green (1977), og Ford og Switzer (1982). UNDIRBÚNINGUR RANNSÓKNA Afmörkun leitarsvœðis Góður undirbúningur fornminja- leitar verður að vera mjög margþætt- ur, og getur sparað mikið fé og fyrir- höfn í framkvæmd leitarinnar sjálfrar. Mikilvægt er að þrengja sem mest leitarsvæðið með því að kynna sér all- ar tiltækar sögulegar og landfræðilegar heimildir um það. Af sögulegum heim- ildum verður skilyrðislaust að byggja sem mest á upprunalegum samtíma- heimildum. Þær geta verið bréf, landa- kort, dómar og skiptagerðir, máldagar kirkna, visitasíubækur, örnefnaskrár og svæðalýsingar, dagbækur og ferða- bækur einstaklinga, eða tilskipanir yfirvalda. Þessu hafa verið gerð allgóð Náttúrufræðingurinn 55 (2), bls. 49-59, 1985 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.