Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 51
LEIÐBEININGANÁMSKEIÐ
Sú nýbreytni var tekin upp að efna til
námskeiða í undirstöðuatriðum fyrir byrj-
endur í eftirtöldum greinum:
Tvö tveggja kvölda námskeið í greiningu
steina- og bergtegunda. Fyrra námskeiðið
var 15. og 17. inaí, hið síðara 16. og 18.
maí. Leiðbeinendur: Halldór Kjartansson
og Axel Kaaber.
Kvöldnámskeið í ljósmyndun í náttúr-
unni 21. maí. Leiðbeinandi: Skúli Þór
Magnússon.
Kvöldnámskeið í söfnun skordýra 7.
júní. Leiðbeinandi: Erling Ólafsson.
Tvö námskeið í greiningu á ætisveppum
27. og 28. ágúst. Leiðbeinandi: Eiríkur
Jensson.
Um 140 manns sóttu þessi námskeið og
tókust þau með ágætum. Stjórnin færir
leiðbeinendum sérstakar þakkir fyrir skerf
þeirra til félagsstarfsins.
FRÆÐSLUFERÐIR
Ráðgerðar voru átta fræðsluferðir en tvær
féllu niður: Grasafræðiferð vegna ónógrar
þátttöku og ljósmyndunarferð vegna
slæms veðurs. Þá var sá háttur tekinn upp
að efna til fræðsluferða frá öðrum stað en
höfuðborgarsvæðinu; að þessu sinni var
farið frá Akureyri og Selfossi. Mæltist það
vel fyrir og vonandi verður því haldið
áfram. Þessar ferðir voru farnar:
Steinasöfnunarferð í Hvalfjörð 19. maí.
Leiðbeinendur: Halldór Kjartansson og
Gretar ívarsson. Þátttakendur: 24.
Jarðfræði- og grasafræðiferð frá Akur-
eyri í Fnjóskadal 8. júlí. Leiðbeinendur:
Hreggviður Norðdahl, Helgi Hallgríms-
son, Jóhann Pálsson og Bergþór Jóhanns-
son. Þátttakendur: 40.
„Langa ferðin“ að Fjallabaki 17. —19.
ágúst. Leiðbeinendur: Elsa G. Vilmundar-
dóttir, Ingibjörg Kaldal, Þór Jakobsson,
Snorri P. Snorrason, Hrefna Sigur-
jónsdóttir og Freysteinn Sigurðsson, sem
jafnframt var aðalfararstjóri. Auk þeirra
voru Árni Böðvarsson og Ingvar B. Frið-
leifsson ósparir á ýmsan fróðleik. Þátttak-
endur voru 137. Ferðin tókst í alla staði
vel, ekki síst fyrir tilstilli veðurguðanna.
sem voru ferðalöngum sérlega hliðhollir.
Úr Reykjavík var lagt af stað í sudda-
rigningu að morgni dags þann 17. ágúst og
ekin Fjallabaksleið inn á Laufaleitir. Áð
var við Reyðarvatnsrétt. Þegar komið var í
Langvíuhraun var orðið bjart yfir og bærð-
ist ekki hár á höfði. Þannig hélst veðrið
mest alla ferðina. Á leiðinni inn f Hvanngil
var numið staðar á nokkrum stöðum, en
þar var tjaldað til tveggja nátta.
Næsta morgun var farið að Torfahlaupi,
en síðan haldið á Emstrur og m. a. litið á
merki um forn jökulhlaup. Þá var ekið
suður á Einhyrningsflatir. Af Flötunum
var haldið suður á Hellisvelli, aðallega til
þess að kanna Markarfljót, en það tók
veginn þar í sundur. Þess vegna var ekið
inn á Emstrur á ný og litið á Markarfljóts-
gljúfur. Það er dýpsta gljúfur í landinu
(220 m). Þá var farið í Hvanngil og
skemmtu menn sér í kvöldblíðunni fram
undir miðnætti.
Á sunnudagsmorgni voru tjöldin tekin
upp og haldið austur Mælifellssand. Þoka
var á sandinum, svo að fjallasýn var engin,
fyrr en komið var austur fyrir Mælifell, en
þá brutust sólargeislarnir í gegn um þok-
una. Áð var við Hólmsá og síðan ekið
niður í Skaftártungu.
Að lokum er vert að geta þess, að í
þessari ferð var endurvakinn gamall siður
úr eldri ferðum. Að kvöldi fyrsta dags var
dreift eyðublaði fyrir keppni í veðurspá,
sem Guðmundur Kjartansson útbjó fyrir
mörgum árum. Áttu menn að spá um
veður í Hvanngili sólarhring síðar. Dóm-
nefnd kom saman að kvöldi annars dags og
lagði dóm á spárnar að loknum ná-
kvæmum veðurmælingum. Úrslit voru til-
kynnt við Hólmsá síðasta daginn og verð-
laun veitt að lokinni útsláttarkeppni. Þeir,
sem voru jafnir að stigum í spákeppninni,
áttu að geta sér til um hita árinnar. Þór
Jakobsson stóð fyrir endurvakningu þessa
gamla og góða siðar og mæltist það mjög
vel fyrir.
Sveppatínsluferð í Skorradal 2. septem-
ber. Leiðbeinandi: Eiríkur Jensson. Þátt-
takendur: 65.
Fuglaskoðunarferð um Reykjanes 8.
97