Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 27
Jón Jónsson: Eldstöðin við Leiðólfsfell og sögnin um Tólfahring INNGANGUR Á árinu 1983 voru 200 ár liðin frá Skaftáreldum og var þess á ýmsan hátt minnst á því sumri. Ferðafélag íslands lét ekki sitt eftir liggja hvað þetta snertir, helgaði Árbókina 1983 eld- sveitunum og efndi til fimm daga ferð- ar um þessar sveitir. í þær ferðir var lagt upp frá Kirkjubæjarklaustri, sem þannig varð eins konar miðdepill ferð- anna. Að sjálfsögðu voru eldstöðvarn- ar ásamt hraununum frá 1783 eitt aðal markmið þessara ferða. í sambandi við lagningu Suðurlínu hefur vegur verið lagður vestur Útsíðuheiðar allt vestur að Skaftá. Liggur sá vegur skammt sunnan við Eintúnaháls og kemur vestur að Skaftá spölkorn sunn- an við Leiðólfsfell. Einn dagur var tekinn í ferð eftir þessum nýja vegi. Það er ánægjulegt að sjá hvað vel hef- ur tekist til um lagningu þessa vegar og hvað öll umgengni í sambandi við það er til fyrirmyndar. Með þessari vegar- lagningu opnaðist leið inn á svæði, sem fram að þessu hefur ekki verið aðgengilegt fyrir hópferðir. ÁÐUR ÓÞEKKTAR ELDSTÖÐVAR Þegar vestur að Hellisá kemur tekur að bera á þykku, svörtu öskulagi ofar- lega í jarðvegi. Má sjá það í rof- skurðum og börðum meðfram vegin- um og á stöku stað á yfirborði, þar sem uppblástur hefur verið að verki svo að efstu jarðlög eru fokin burt. Þetta öskulag verður meira áberandi er vestar dregur og þegar vestur á Hólahaft kemur er, norðan vegar, ekki annar gróður ofan á því en mosi (1. mynd). Þar er það orðinn grófur vikur (2. mynd) og innanum hann hraunkúlur, sumar all stórar eða um 15-20 cm í þvermál. Af þessu er þeg- ar ljóst að þetta getur ekki haft neitt með gosið mikla 1783 að gera, heldur hlýtur að eiga rætur að rekja til eld- stöðva í næsta nágrenni og sem varla geta verið mjög gamlar. Þeirra þarf heldur ekki lengi að leita. Sýnilegt er að Skaftáreldahraun hefur hér runnið uppað — og kringum eldri eldstöðvar en úr þeim hefur verið tekinn ofaní- burður í veginn (1. mynd). Það er ljóst að sú kvísl Skaftárelda- hrauns, sem runnið hefur niður dalinn milli Sæmundarskers og Leiðólfsfells hefur náð þangað síðar en sú, sem fylgdi gljúfri Skaftár. Kemur það og heim við það sem séra Jón Steingríms- son (útg. 1973) ritar og hafði eftir mönnum úr Skaftártungu,sem þann 24. júní 1783 fóru „að skoða, hvað gjörðist hér fyrir norðan byggðina; sáu þeir þá eldrennslið komið fram í Hell- isá hér á afréttinuni". Um það leyti var Náttúrufræðingurinn 55 (2), bls. 73-81, 1985 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.