Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 42
Tidni látra
Fjöldi kópa
3. mynd. Dreifing útselslátra
eftir stærð (fjölda kópa)
haustið 1982. Meðalfjöldi
kópa í látri er 33 og miðgildið
14. — Distribution by size of
the breeding places of grey
seals at the coast of Iceland, in
the autumn of 1982. Mean
numbers of pups per breeding
locality is 33 and the mode is
14. Tíðni: frequency: Fjöldi
kópa: number of pups.
útselskópum í Skarðslöndum, en næst
mest í Hergilseyjarlöndum. Síðan
kemur strandsvæðið Strandir-Skaga-
fjörður með 416 kópa. Minna er á
öðrum strandsvæðum og á ströndinni
frá Skagafirði um Langanes til Beru-
fjarðar var ekki talin ástæða til að leita
því að fátt bendir til þess að útselur
kæpi þar nema ef vera kynni á Mánár-
eyjum, samkvæmt nýlegum upplýsing-
um. Dreifing útselslátra og fjöldi kópa
eftir svæðum er sýndur á 4. mynd.
Kœpingartími
Tími til talningar var valinn rétt fyrir
miðjan október, með það fyrir augum
að telja kópana, þegar kæping væri í
hámarki. Við val á tímanum var höfð
hliðsjón af upplýsingum frá sel-
veiðibændum og reynslu af könnun
höfundar haustið 1981, en þá reyndi
hann að fylgjast með framvindu kæp-
ingar útselsins í nokkrum eyjum í
Breiðafirði. Kom þá meðal annars í
ljós, að svo virtist sem selirnir kæptu
fyrr í firðinum innanverðum en utan-
verðum. — í byrjun október var kæp-
ingin í fullum gangi í Reykhóla-
löndum, en var lokið í byrjun nóvem-
ber og flest allir kóparnir farnir í sjó-
inn. Sama er að segja um Ólafseyjar.
Gagnstætt þessu var kæping í fullum
gangi í Hergilseyjarlöndum á þessum
tíma; 11. nóvember 1981 voru um 40
útselskópar í Oddleifsey (sjá einnig
töflu 2).
Á Ströndum og Skaga benda niður-
stöður talninga til þess að kæping sé í
hámarki um mánaðamótin október og
nóvember; 12. október voru aðeins
um 40 útselskópar á Þaralátursnesi, en
við síðari yfirferð 1. nóvember voru
þeir orðnir 235. Á Skaga hefur útsels-
kópaveiðin ávallt verið stunduð í
fyrstu viku nóvembermánaðar (Jón
Benediktsson, bóndi í Höfnum,
Skaga, pers. uppl.). Við Suðaustur-
88