Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 40
Niðurstöður af flugtalningunni eru því ekki leiðréttar með tilliti til þessa en gert ráð fyrir að talningin hafi farið fram þegar kæping var í hámarki á hverjum stað. íþriðja lagi þarf að taka tillit til þess að kæping útsels teygist yfir langan tíma. Þó að talið sé um það leyti sem kæping er í hámarki og aflað með því upplýsinga um hámarksfjölda kópa á landi á hverjum stað, gefur sá fjöldi ekki upplýsingar um það hversu marg- ir kópar fæðast á tilteknum kæpingar- stöðum, nema á óbeinan hátt. Ein- hverjir kópar hafa þá þegar yfirgefið kæpingarstaðinn og enn eru kópar ófæddir. Nauðsynlegt er því að marg- falda hámarksfjölda kópa á landi (Nkmax) með leiðréttingarþætti (0) til þess að áætla framleiðslu kópa á kæp- ingartímanum (Pk), þ- e. a. s. Pk 0 * Nkmax Til þess að afla upplýsinga um hlutfall- ið 0, þ. e. a. s. hlutfallið á milli kópa- framleiðslu og hámarksfjölda kópa á landi, verður að fylgjast með fram- vindu kæpingarinnar á völdum stöð- um. Slíkt hefur verið gert við Bret- landsstrendur (Hiby og Harwood 1979). Þar liggja 0-gildin á bilinu 1,15—1,72, marktækur munur er á milli ára hvað þau varðar, en ekki á milli staða. Meðaltal 0-gildanna er 1,38 (95% öryggismörk 1,34—1,42). Hlutfall kópaframleiðslu og há- marksfjölda þeirra á landi hefur ekki verið kannað sérstaklega hjá útselnum hér við land, þó að tilraun til þess hafi verið gerð haustið 1981. Með því að nota upplýsingar um kópaveiðar í eyjum, sem farið var í oftar en einu sinni, má hinsvegar fá hugmynd um kópaframleiðsluna á staðnum. í töflu 2 eru slíkar upplýsingar fyrir nokkrar eyjar í Hergilseyjarlöndum, Breiða- firði. Gildin liggja á bilinu 1,13-1,79, meðaltalið er 1,38 (95% öryggismörk 1,11-1,65). Þetta meðaltal víkur ekki marktækt frá hinu breska (samkvæmt t-prófun er p >0,9). Við ákvörðun á kópaframleiðslu útsels haustið 1982 er því kópafjöldi á landi margfaldaður með stuðlinum 1,38. Búið var að fara í nokkrar eyjar til kópaveiða áður en talning fór þar Tafla 1. Samanburður á talningum á útselskópi Comparison of counts of grey seal pups made locality in 1982. um úr lofti og á landi, on land and from the haustið 1982. — air, on the same Staður Talning úr lofti Talning á landi Leiðrétt- Locality Counts from air Counts on land ingarstuðull Dags. Fjöldi (x) Dags. Fjöldí (y) R=y/x Day Numbers Day Numbers Nokkrar eyjar í Hergilseyjarlöndum 12. okt. 47 13-14. okt. 49* 1,04 Eyjar við Hafnir á Skaga 1. nóv. 75 6. nóv. 77** 1,03 * Upplýsingar frá Hafsteini Guðmundssyni, Flatey — Mr. Hafsteinn Guðmundsson, pers. comm. ** Upplýsingar frá Jóni Benediktssyni, Höfnum, Skaga — Mr. Jón Benediktsson pers. comm. 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.