Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 40

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 40
Niðurstöður af flugtalningunni eru því ekki leiðréttar með tilliti til þessa en gert ráð fyrir að talningin hafi farið fram þegar kæping var í hámarki á hverjum stað. íþriðja lagi þarf að taka tillit til þess að kæping útsels teygist yfir langan tíma. Þó að talið sé um það leyti sem kæping er í hámarki og aflað með því upplýsinga um hámarksfjölda kópa á landi á hverjum stað, gefur sá fjöldi ekki upplýsingar um það hversu marg- ir kópar fæðast á tilteknum kæpingar- stöðum, nema á óbeinan hátt. Ein- hverjir kópar hafa þá þegar yfirgefið kæpingarstaðinn og enn eru kópar ófæddir. Nauðsynlegt er því að marg- falda hámarksfjölda kópa á landi (Nkmax) með leiðréttingarþætti (0) til þess að áætla framleiðslu kópa á kæp- ingartímanum (Pk), þ- e. a. s. Pk 0 * Nkmax Til þess að afla upplýsinga um hlutfall- ið 0, þ. e. a. s. hlutfallið á milli kópa- framleiðslu og hámarksfjölda kópa á landi, verður að fylgjast með fram- vindu kæpingarinnar á völdum stöð- um. Slíkt hefur verið gert við Bret- landsstrendur (Hiby og Harwood 1979). Þar liggja 0-gildin á bilinu 1,15—1,72, marktækur munur er á milli ára hvað þau varðar, en ekki á milli staða. Meðaltal 0-gildanna er 1,38 (95% öryggismörk 1,34—1,42). Hlutfall kópaframleiðslu og há- marksfjölda þeirra á landi hefur ekki verið kannað sérstaklega hjá útselnum hér við land, þó að tilraun til þess hafi verið gerð haustið 1981. Með því að nota upplýsingar um kópaveiðar í eyjum, sem farið var í oftar en einu sinni, má hinsvegar fá hugmynd um kópaframleiðsluna á staðnum. í töflu 2 eru slíkar upplýsingar fyrir nokkrar eyjar í Hergilseyjarlöndum, Breiða- firði. Gildin liggja á bilinu 1,13-1,79, meðaltalið er 1,38 (95% öryggismörk 1,11-1,65). Þetta meðaltal víkur ekki marktækt frá hinu breska (samkvæmt t-prófun er p >0,9). Við ákvörðun á kópaframleiðslu útsels haustið 1982 er því kópafjöldi á landi margfaldaður með stuðlinum 1,38. Búið var að fara í nokkrar eyjar til kópaveiða áður en talning fór þar Tafla 1. Samanburður á talningum á útselskópi Comparison of counts of grey seal pups made locality in 1982. um úr lofti og á landi, on land and from the haustið 1982. — air, on the same Staður Talning úr lofti Talning á landi Leiðrétt- Locality Counts from air Counts on land ingarstuðull Dags. Fjöldi (x) Dags. Fjöldí (y) R=y/x Day Numbers Day Numbers Nokkrar eyjar í Hergilseyjarlöndum 12. okt. 47 13-14. okt. 49* 1,04 Eyjar við Hafnir á Skaga 1. nóv. 75 6. nóv. 77** 1,03 * Upplýsingar frá Hafsteini Guðmundssyni, Flatey — Mr. Hafsteinn Guðmundsson, pers. comm. ** Upplýsingar frá Jóni Benediktssyni, Höfnum, Skaga — Mr. Jón Benediktsson pers. comm. 86

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.