Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 15

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 15
Sigmar Arnar Steingrímsson: Mosadýr í Urriðakotsvatni INNGANGUR Mosadýr í vatni eru einn hópur dýra sem litla athygli hefur hlotið. Skýring- ar á því eru trúlega margar en líklega er meginskýringuna að finna í bú- svæðavali þeirra. í stórgrýttri fjöru stöðuvatna finnast mosadýr á neðra borði steina þar sem greiðlega flæðir undir þá. Eru þau auk þess mjög smá- gerð og gætu sumar tegundir minnt á mosaló. Þarf því nokkuð að leggja sig fram til þess að finna þessi dýr. Hér á landi eru fundarstaðir sam- býla þriggja tegunda vatnamosadýra skráðir (Heding 1938; Fjeldsá og Raddum 1973; Lindegaard 1979): Fre- dericella sultana (Blumenbach) (þrír fundarstaðir), Hyalinella punctata (Hancock) (einn fundarstaður) og Plumatella fungosa (Pallas) (tveir fundarstaðir). Fjórða tegundin Christatella mucedo Cuvier hefur ein- ungis fundist á dvalaforminu (stato- blasta) á tveimur stöðum (Heding 1938, Gísli Már Gíslason, munnlegar uppl.). Fimmtu tegundina, Plumatella repens (Linnaeus), fann dr. Jón Bald- ur Sigurðsson árið 1975 í Urriðakots- vatni við Hafnarfjörð. Þessa fundar P. repens hefur aldrei verið getið á prenti fyrr en nú. í sama vatni er að finna F. sultana (1. mynd), en þessi fundarstað- ur tegundarinnar hefur aldrei fyrr ver- ið skráður. Ætlunin er að gera stutta grein fyrir almennri líffræði vatnamosadýra, og verkefni sem höfundur vann við líf- fræðiskor Háskóla íslands árið 1981. Var þar m. a. um að ræða athugun á lífsferlum F. sultana og P. repens í Urriðakotsvatni, hvort tveggja teg- undir sem hafa alheimsútbreiðslu (cosmopolitan), sem eru þó fyrst og fremst bundnar köldum svæðum (La- court 1968). Athugun sem þessi hefur ekki verið gerð hér á landi áður. Höf- undur vill fyrst og fremst þakka um- sjónarmanni verkefnisins Gísla Má Gíslasyni hjá Líffræðistofnun Háskóla íslands, aðstoðina og lestur þessarar greinar. Auk þess vil ég þakka Ólafi Svavari Ástþórssyni hjá Hafrann- sóknastofnun gagnlegar ábendingar og aðstoð. Sömuleiðis þakkir til Ólafs Karvels Pálssonar hjá Hafrannsókna- stofnun fyrir yfirlesturinn. LÍFFRÆÐI MOSADÝRA í VATNI Allt fram á öndverða nítjándu öld voru mosadýr ýmist flokkuð með dýr- um eða plöntum og var jafnvel talað um þau sem blöndu af hvoru tveggja (Hyman 1959). Árið 1820 voru mosa- dýr endanlega úrskurðuð hluti dýra- ríkisins. Nokkru seinna hafði þessi dýrafylking öðlast tvö nöfn. Nafnið „Polyzoa“ (gríska: polys, margir; zoon:, dýr) er eldra og var einkum notað af enskum dýrafræðingum en „Bryozoa" (gríska: bryon, mosi; zoon, dýr) af vísindamönnum í Ameríku og á meginlandi Evrópu. Má segja að seinna fylkingarnafnið hafi útrýmt því Náttúrufræðingurinn 55 (2), bls. 61-71, 1985 61

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.