Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 37

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 37
Erlingur Hauksson: Talning útselskópa og stofnstærð útsels INNGANGUR Niðurstöður af selatalningu úr lofti sumarið 1980 (Erlingur Hauksson 1985) bentu til þess að bein talning fullorðinna útsela væri of miklum ann- mörkum háð til þess að geta gefið marktækar niðurstöður um fjölda þeirra við landið. Sá fjöldi fullorðinna útsela sem sæist, væri algjört lágmark og stofnstærðarmatið eftir því. Aftur á móti virtist bein talning úr lofti henta betur fyrir landsel. Markmiðið með talningu á útsels- kópum haustið 1982 var að bæta úr þessu, koma fram með ábyggilegra stofnstærðarmat á útselnum hér við land og fá betri hugmynd um það hvernig ástand stofnsins er í raun. Reynsla af rannsóknum á breska út- selnum hefur sýnt það, að með kópa- talningu þegar kæping er í hámarki, ákvörðun kópaframleiðslu á kæping- artímanum og mati á fjölda dýra er liggja að baki hennar, má fá ntun betra stofnstærðarmat á útsel en fæst með beinni talningu dýra. Á þennan hátt hefur verið fylgst með kópafram- leiðslu og stofnstærð breska útselsins (Summers 1978; Anon 1982). Áður hefur verið reynt að meta stofnstærð útsels hér við land af Teiti Arnlaugssyni (1973), Sólmundi Ein- arssyni (1978) og Erlingi Haukssyni (1980). Þeir tveir fyrrnefndu beittu til þess upplýsingum um kópaveiðar en höfundur beinni talningu sela úr lofti. Þetta er því í fyrsta sinn sem stofn- stærð útsels hér við land er ákvörðuð með talningu kópa úr lofti. AÐFERÐIR Talning og úrvinnsla gagna Talið var úr lofti á tímabilinu 8. október til 1. nóvember 1982. Við talninguna voru notaðar flugvélar af gerðinni Cessna, TF-SKM og TF- FTG, tveggja manna háþekjur. Fjöldi útselskópa var ákvarðaður með beinni talningu um leið og flogið var yfir, ef lítið var um þá, en myndir teknar, sem síðar var talið á undir víðsjá, ef fjöldi kópa var það mikill að erfitt var að henda reiður á honum (1. mynd). Not- uð var 8—16 x stækkun og rúðustrik- að augngler, við talningu kópa á myndum. Myndavélin sem notuð var er af „Canon AE-1 Program“ gerð, 35 mm, búin 70-150 mm „zoom“-linsu, sjálfvirkri færslu á filmu og myndarvél- arloki með innbyggðum ljósgjafa, sem merkti hverja mynd á ákveðinn hátt (,,data-back“). Við Ijósmyndun var notaður hraðinn 1/250 úr sekúndu eða meiri eftir því hvernig birtuskilyrðin voru talningardagana. Notuð var filmugerðin EL 135—36. Samtals var flogið í 46 tíma til talninga. Yfirleitt var flogið í 150—300 m hæð og á hægri ferð, þá er leitað var að kópum, en flugið lækkað og flogið eins hægt og kostur var þegar komið var að útsels- látrum og talning fór fram. Þau strandsvæði voru könnuð, þar Náttúrufræðingurinn 55 (2), bls. 83-93, 1985 83

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.