Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 8
166 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Háloftaathuganir eru gerðar á Keflavíkurflugvelli fjórum sinnum á hverjum sólarhring. Mælingar á ozon í gufuhvolfinu eru gerðar í Reykjavík, og þar er einnig safnað gögnum til rannsókna á magni ýmissa efna í lofti og regnvatni. Rannsókn á geislavirku ryki í loftinu hófst í Reykjavík sumarið 1958. Segulmœlingar. Stöðvum, sem mæla stefnu og styrkleika segulsviðsins, hefur ver- ið fjölgað talsvert frá því, sem var fyrir Jarðeðlisfræðiárið. Áherzla er lögð á mælingar á örum breytingum á segulsviði jarðarinnar. Sums staðar eru segulmælingatæki staðsett með stuttu millibili, svo að hægt sé að finna, hve hátt í lofti þeir rafstraumar séu, sem valda segultruflunum. Þessir rafstraumar eru einnig rannsakaðir með segulmælum, sem eldflaugar flytja upp í háloftin, þegar segultrufl- anir eru miklar. Hér á landi var sett á stofn segulmælingastöð í byrjun Jarðeðlis- fræðiársins. Stöðin er staðsett í Mosfellssveit, skammt frá Reykjavík. Norðurljós og himinglóð. Athuganir á norðurljósum eru mjög margvíslegar, allt frá ein- földum athugunum áhugamanna, sem skrásetja hvar og hvenær þeir sjá norðurljós, til fjölþættra mælinga stórra rannsóknastöðva. Á þeim hlutum jarðarinnar, þar sem norðurljós sjást oft, eru starf- ræktar allmargar sjálfvirkar myndavélar, sem taka myndir af öllu himinhvolfinu á mínútu fresti. Á færri stöðum eru nákvæmir ljós- mælar, sem mæla birtu þá, sem kemur frá hverjum punkti himins- ins. Slíkir ljósmælar eru einnig starfræktir á suðlægum slóðum til að rannsaka liina svonefndu himinglóð (airglow), en það er dauf glæta, oftast ósýnileg berum augum, sem kemur frá efstu lög- um gufuhvolfsins. Á nokkrum stöðum eru notuð ratsjártæki til rannsókna á norðurljósum, en svo virðist, sem norðurljós endur- varpi ratsjárgeislum á svipaðan iiátt og fastir hlutir. Litrófsmæling- ar á norðurljósum eru einnig gerðar. Hér í Reykjavík er starfrækt ein norðurljósamyndavél á vegum Veðurstofu íslands, og tekur hún myndir af öllu himinhvolfinu á mínútu fresti, þegar bjartviðri er um nætur. Auk þess eru nokkr- ir athugunarmenn víðs vegar um landið, sem skrásetja þau norður- ljós, er þeir sjá á ákveðnum tímum næturinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.