Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 38
196
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Þýzkaland
TAFLA I. Nám til stúdentsprófs í Þýzkalandi. a: 2 bekkir af barna-
skóla, b: 4 bekkir miðskóli, Cj: 3 bekkir stærðfræðideild, c2: 3 bekkir
nýmáladeild. Erlend mál: í a enska, í b og c^ enska og latína, jafnt
af hvoru, í c9 latína, enska og franska.
miklu meiri tíma til tungumálanáms í skólunum en gerist með
öðrum þjóðum, þar fyrir sé minni tíma varið til kennslu í náttúru-
fræðum og þess vegna setji náttúrufræðin svo lítinn svip á hina
almennu menntun á íslandi. Til þess að ganga úr skugga um þetta
hef ég gert samanburð á skiptingu vikustunda á milli námsgreina
í skólum hér á landi og í tveim nágrannalöndum vorum, Danmörku
og Þýzkalandi. í báðum þessum löndum er bæði alþýðumenntun
og æðri menntun með ágætum. í náttúruvísindum hafa báðar þess-
ar þjóðir staðið mjög framarlega, og þær hafa átt marga fræga
vísindamenn.
Upplýsingar um þýzka skóla hef ég fengið frá þýzkum mennta-
mönnum, sem hér hafa dvalið, og úr stundarskrám, sem ætlaðar
eru skólunum í Hamborg. Ná skrár þessar yfir 5.—13. bekk, þ. e.
11. til 19. aldursár, en þar endar menntaskólanámið með stúdents-
prófi. Upplýsingar um skóla í Danmörku hef ég fengið beint frá
menntamálaráðuneytinu í Kaupmannahöfn og frá danska sendi-
ráðinu hér, auk þess úr skýrslum danskra skóla í Kaupmannahöfn
og Árósum. Námsbrautin er þar mjög svipuð og hér. Fræðslu-
kerfið íslenzka þekki ég af eigin raun, bæði sem nemandi og kenn-
a b Ci
ALDURSÁR II. 12. 13. 14. 15. 16 17 18. 19.
BEKKUR 5. 6. 7. 8. 9. 10. II. I2j 13.
MÓOURMÁL 6 6 4 4 4 4 4 4 4
ERLEND MÁL 6 6 8 8 8 8 8 6
SAGA+LANDAFR. 2 2 4 4 4 4 4 4 4
STÆRÐFRÆÐI 5 5 4 4 4 4 4 4 4
NÁT TÚRUFRÆÐI 2 2 2 4 6 6 6 7 9
ANNAÐ 9 9 14 II 9 9 8 9 9
STUNDIR ALLS 30 30 36 35 35 35 34 34 30
£í
17
II.
7
13
4
3
2
8_
341
1819.
I2JI3
3430