Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 14
108 NÁTTÚRU FRÆÐINGURI NN Aldurshluföll grágrýtisins og móbergsins hér við vatnið hafa oft verið misskilin þannig, að móbergið hefur verið talið eldra en grágrýtið. Þeirrar skoðunar var Þorvaldur Thoroddsen, og sömu skoðunar var Guðmundur G. Bárðarson (1930). í bók sinni um jarðsögu Árnessýslu (Árnesingasögu) lætur Guðmundur Kjartans- son (1943) sömu skoðun í ljós og getur þess, að liann hafi fundið móberg undir grágrýtinu við Jórukleif. Eins og getið var hér á undan, liggur móbergið að vísu neðan við grágrýtið, en samt utan á því í brotstöllum hjá Jórukleif. Hvergi verður þar séð, að það gangi inn undir grágrýtið. Hjá Guðmundi G. Bárðarsyni og ýmsum útlendingum, sem hingað komu til jarðfræðiathugana á þessum árum, mun sú skoðun, að móbergið væri almennt eldra en grágrýt- ið, aðallega vera byggð á því, að grágrýtið á kolli stapanna svo- nefndu, hlíðabrattra móbergsfjalla, sem rísa oft mörg hundruð metra yfir landið í kring, sé hið sarna og þekur víð flæmi á láglend- inu umhverfis. Þeir töldu, að grágrýtið á báðum stöðunum væri af sama lagi, og hefðu Iyftingar eða sig valdið þar röskun á. Þetta þarf ekki svo að vera, og varð Guðmundur Kjartansson fyrstur til að benda á, að móbergsfjöllin væru iiest eldfjöll l’rá jökulskeið- um, qg stæðu ýmist upp úr eða sætu ol'an á grágrýtinu umhverfis. Hjá Dráttarhlíð hafa farið fram nákvæmar jarðfræðirannsóknir vegna virkjananna. Hefur Tómas Tryggvason aðallega annazt þær. Hann tekur það skýrt fram, að móbergið í Dráttarhlíð liggi ofan á grágrýtinu, og sé þar urn yngstu eldgosamyndanir þar í grennd að ræða, aðrar en Miðfellshraun (T. Tr. 1955). Hraun liggur annars að' heita má fyrir öllu austur- og norðurland- inu, allt frá Sogshorni norður og vestur undir Skálabrekku. Það á sér upptök í 15 ktn langri gossprungu á Tindafjallaheiði, vestan við Kálfstinda, en austan við Hrafnabjörg og Tindaskaga. Hverfa Skjaldbreiðshraunin undir það norður við Söðulhóla, á milli Tindaskaga og Gatlells (Rutten 1956). Við farveg Sogsins hafa fundizt gróðurleifar við neðra borð hraunsins, og lékk Guðmundur Kjartansson (1964 b) þær aldursákvarðaðar með C14-aðferð. Aldur gróðurleifanna reyndist 9130±260 ár, og mun því hraunið vera svo til jafngamalt. Hraun er einnig við suðurströnd vatnsins á kafl- anum frá Hagavík vestur undir Stapa. Það er komið frá tveim gos- sprungum, annarri vestan í Stangarhálsi, en hinni austan í Dyra- fjöllum, og er aðeins rúmur kílómetri á milli þeirra. Yngra hraun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.