Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Síða 55

Náttúrufræðingurinn - 1965, Síða 55
N Á T T Ú R U F R Æ filNGURINN 145 D. R. Oliver:1) Fyrsta skordýrið, er fannst í Surtsey Hinn 14. nóvember 1963 hófst neðansjávargos í Norður-Atlants- hafi, eitthvað 18 km undan íslandi. Um miðjan febrúar 1964 hafði Surtsey, er myndazt hafði af gosinu, náð eins ferkílómetra stærð og var orðin 174 m há (E. Pálmadóttir, 19(14). Þann 15. maí 1964 fannst skordýr á eynni, enda Jrótt hraun streymdi enn úr gígnum. Líklega hefur Jrað fokið eða flogið þangað frá meginlandi íslands eða Vest- mannaeyjum. Enda Jrótt aðstæður væru ekki hentugar til fánumynd- unar, sýnir Jretta hversu lífverur nema skjótt land, eftir að eldsum- brotum lýkur. Skordýrið, kvendýr af tegundinni Diamesa ursus (Kieífer), (Dip- tera: Chironomidae) var greint sem Culex sp. (S. Friðriksson, 1964). Dr. S. L. Tuxen hjá dýrafræðisafni Kaupmannahafnarháskóla kom auga á að þessi greining var ekki rétt, enda korna Culiæidae ekki fyrir á íslandi. Hann lét Jrví senda mér eintakið til athugunar. Kvendýr af tegundinni Diamesa ursus eru með óvenjulöng stýri (cerci) (Edwards, 1922). Eintakið frá Surtsey kemur að rnestu heim við lýsingu Edwards, að Jní undanskildu, að fálmaraliður (ant. seg- ment) 8 er vel aðgreindur frá 7 og er jafnlangur og liðir 5—7 saman, ekki 4—7. Raunar er fálmarabygging Diamesa breytileg, einkum lengdin á aftasta lið og að hve miklu leyti hann er samvaxinn næst aftasta lið. Við hendina voru allmörg eintök í safni frá íslandi, er dr. 15. V. Peterson hefur safnað, en á einu eintakinu er aftasti liður eins langur og 4—7 liðir samanlagðir og að nokkru samvaxinn við 7. Þess hefur verið til getið (Oliver 1962) að D. ursus gæti verið annað nafn á D. hyperborea Holmgren, en slíkt þarfnast nánari rannsókna. Hvorki ursus né hyperborea hafa fundizt á meginlandi 1) Hjá Entomology Research Institute, Canada Department of Agriculture, Ottowa, Ontario.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.