Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Síða 15

Náttúrufræðingurinn - 1935, Síða 15
NÁTTÚRUFKÆÐINGURINN 3 llllllllllllllllllilllllllllllilllllllllllilIllllllllllllllllllllllllllillMllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIUIII athugasenmdir, sem nú hefir verið drepið á. Skal nú nánar at- hugað, hversu þessu er varið hér á landi. Eins og þegar er getið, er ísl. sauðféð tvílembt í 8—10 af hundraði og allt upp í 100 %. En þegar svo farið er að at- huga nánar, hvernig stendur á þessum gríðar-mikla mismun, þá kemur fram fyrirbrigði, sem bæði er einkennilegt og mjög eftir- tektarvert. Það er þetta, að lágu hundraðstölurnar eru allar í innsveitum, en þær háu við sjóinn. Eg hefi haldið all-nákvæmum spurnum fyrir um þetta, og hvergi heyrt þess getið, að tvílembutala færi niður fyrir 8—10 %. Venjulegast mun talan vera 10—20 % í sveitum. Við sjávar- síðuna, þar sem nokkur fjörubeit ,er, er hundraðstalan strax komin upp í 40—50, og hækkar ört, eftir því sem fjörubeitin er meiri eða betri, svo að á beztu fjörubeitarjörðum er tví- lembutalan 90—100 %. Nú verður ekki sagt, að þetta stafi af því, að það sé farið þeim mun betur með fé á þessum jörð- um en annarsstaðar. Öðru nær. Fé gengur þar víðast sjálfala, hverju sem viðrar, fram á og fram yfir fengitíma, og mikið beitt allan veturinn. Það má öllum vera ljóst, að enginn fær meira afurðamagn af neinni skepnu, þegar til lengdar lætur, en eðli hennar er til. Ritjuskepna er og verður ritja, hvernig sem með hana er farið. Þessi staðreynd sýnir, að ef ærin fær fullnægju sinna líkamlegu þarfa, þá verður hún tvílembd, af því að það ,er eðli hennar að vera tvílembd. Samkvæmt þessu ættu þá ærnar upp til sveita að vera einlembdar — af skorti. Mér er vel kunnugt, að sú fáránlega vitleysa er mjög al- geng meðal bænda, að það borgi sig ekki, að ær séu tvílembdar. Talið er, að tvílembur séu bæði fóðurfrekari og skili lakari lömb- um. Hvorttveggja er að vísu rétt, en hið síðara aðeins af því, að 1) þær eru vanhaldnar, og 2) vegna lélegs úrvals. Að því kem eg aftur síðar. En afleiðingin af þessari firru gæti verið sú, að með úrvali væri búið að gera kynstofninn að einlembingskyn- stofni. Vissulega kemur þessi ástæða fyllilega til greina sem or- sök þess, hve margar ær eru nú einlembdar. En að þetta sé nú samt sem áður ekki svo, þekkja allir af reynslunni, því að það er alkunna, að ef vel er búið að ánum fyrir og um fengitímann og hleypt til þeirra í góðum bata, þá fjölgar tvílembunum til muna. Það er með öðrum orðum varla búið að breyta eðli kyn-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.