Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 26
14 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iimmmimiimmimmmimiimiiiiiiimmiiiiimiiimiiiiiiimimmimiiiimmimimmiiimmiiiiiiimiimmiiimiiiiiiiiiiiiiiiir vanalegum svartbak, en, mun minni og með gula fætur, en ekki bleika, eins og hann. Utan hafnargarðanna og inn með landinu er oft mergð af svartbak, en þar eru einnig ýmsar aðrar máfategundir (eg hefi alls séð þar 10 af þeim 11 tegundum, sem sézt hafa hér við land) og mest af þeim við lækjarósinn og (í sláturstíðinni og eftir hana) framundan sláturshúsinu. Auk r i t u n n a r, sem er tíð sumar og vetur (ung með svart nef og svartar rákir á vængjum), getur að líta fugl, sem er nokkuru minni en hún, með rauða fætur, rautt nef og á vorin og sumrin með mósvarta hettu á höfði; það er helttumáfurinn, máftegund, sem er mjög tíð á Norðurlöndum og við Bretlandseyjar, en hefir setzt hér að á síðustu áratugum og verpir nú víða hér, t. d. við Þing- vallavatn og Mývatn og orðinn all-margur. Hann er fjörugur mjög og tíðast á flugi. — Svo eru tveir hvítmáfar, stóri og 1 i 11 i; hinn síðartaldi vetrargestur frá Grænlandi og hinn fyrrtaldi að nokkuru leyti. Hann er mun stærri, en að sínu leyti vængjastyttri, svo að samanlagðir vængirnir ná ekki aftur fyrir stélröndina, eins og á hinum litla. Báðir hafa þeir Ijósbleika fæt- ur og ungfuglinn, sem er hér tíður, er allur jafn-grádröfnóttur. — Þá er silfurmáfur, fugl á stærð við stóra hvítmáf og líkur honum á litinn, en með svarta vængjabrodda og ungarnir líkir svartbakaungum, o: módröfnóttir, með svartan bekk aftast á stéli; þessi máftegund hefir sézt hér lítið eitt síðari árin og verpir jafnvel hérna, og er að líkindum komin frá næstu nágranna- löndum vorum fyrir sunnan og austan. — Þá má nefna s t o r m- m á f; hann er á stærð við ritu, en á litinn eins og silfurmáfur, nema hvað hann hefir gulgræna fætur. Ungfuglinn er mjög líkur svartbaks- eða silfurmáfs-ungum; hann hést hér all-oft, en fáir saman, fullorðni fuglinn er sjaldgæfari. Þessi fugl er algengur í nágrannalöndum vorum til SA og A. — Næst er að nefna dvergmáf; hann sést hér mjög sjaldan, við S-ströndina og aðeins síðustu árin hér við hafnargarðana og er norðaustrænn að uppruna. Hann er, eins og nafnið bendir til, minnstur allra máfanna, á stærð við kríu, og mjög líkur hettu- máfi á litinn (hefir þó ekki svarta vængjabrodda), og ungfugl- inn líka, móflekkóttur, líkt og svartbaksungar. — Loks er að nefna í s m á f i n n; hann er á stærð við ritu eða öllu stærri, alhvítur, með svarta fætur og svart nef, en ungfuglinn grá- krímóttur í andliti og með svarta díla á vængjum og stéli. Þessi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.