Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 30
18 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiililiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiir hafa aflað sér fræðslu um hann af bókum, — sem m;un vera fá- skrúðug í íslenzkum bókmenntum — geti haft full not af þvír sem hér verður sagt um hann. Þess ber þá fyrst að geta, að þótt skúmurinn sé sundfugl, og hafi sterkar sundfitjar, þá getur hann ekki kafað á sama hátt' og endur eða álkur. Til þess að komast nokkuð undir yfir- borð sjávar, verður hann að kasta sér niður úr háa lofti með því meiri hraða sem hann ætlar sér að kafa dýpra, og á hann í þessu sammerkt við aðrar máfuglategundir, t. d. kríuna og rituna. Bein afleiðing þessa er, að hann getur ekki elt fugla þá er hann drepur sér til matar, meðan þeir eru í kafinu, af því að þeir bæði getur kafað dýpra og þola lengra kaf; einnig hlýtur skúm- urinn ávallt að koma upp á sama stað, eða mjög nálægt því, er hann steyptist í kafið, en endur og fleiri sjófuglar synda langan spöl undir yfirborðinu, og koma iðulega upp fjarri því, er þeir fóru í kaf. Hann er því neyddur til að grípa bráð sína á yfirborði vatnsins eða fast við það, hvort heldur það er fugl eða fiskur, sem hann veiðir. Annað atriði, sem menn þurfa að hafa hugfast, er það, að allar fuglategundir, sem veiða fiska sér til matar og gleypa þá í heilu lagi, byrja aldrei að renna þeim niður fyrr en þeir hafa snúið þeim svo í munni sér, að höfuðið geti gengið á undan. Sömu aðferð beitir svartbakurinn, er hann gleypir lifandi unga. Fiskar gjöra þetta einnig, er þeir kingja — undantekningar eru þó til1) — og yfirleitt virðist sú regla vera ríkjandi í nátt- úrunni, að þessi hluti líkamans eigi að hafa forustuna, hvort sem um fæðingu inn í þennan táradal er að ræða, eða ferð í heilu líki ofan í maga annars dýrs. — Undantekningu frá bess- ari reglu er að finna, t. d. hjá stórfiskunum, sem gleypa örsmá- ar lífverur í einu í þúsunda- eða hundruð þúsunda tali. II. Þegar skúmurinn kemur auga á fugl þann, er hann vill veiða, hvetur hann flugið sem mest hann má, svo hann fái náð í bráð- ina sem fyrst, því harður er sá, sem á eftir rekur — sulturinn —. Sé fuglinn, sem veiða á, einn á ferð, er allt auðveldara, en séu fuglarnir fleiri, er þyngri þrautin að ná í bráðina. Ef fljúgandi fugl er eltur, reynir skúmurinn að slá hann, en tekst það sjald- 1) Dæmi þessa skal getið, ef menn óska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.