Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 14
2 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN íiiimiiiiiimimiiiiimiimiimimimiiimmmmiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiimiimmmiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir eru alltof algengar til þess að sauðfénaður geti talist einsaf- kvæmisdýr og þó að þrílembur og jafnvel fjórlembur þekkist, þá eru þær svo sjaldgæfar, miðað við ærfjöldann (400—500 þús.), að því síður verður sauðfénaður kallaður fjölafkvæmisdýr. Eins og tölur þær um tíðleika tvílembinga, sem hér hafa verið greindar, bera með sér, þá er íslenzku sauðfé jafn-eðlilegt að eiga tvö lömb eins og eitt. Nú er öllum spendýrategundum áskapað að eiga ákveðinn fjölda afkvæma í senn, þó að talan geti verið all-miklum breytingum undirorpin, einkum hjá fjöl- afkvæmisdýrunum, eins og eðlilegt er og skiljanlegt, þegar þess er gætt, hvernig frjóvgunin fer fram. Að vísu má, eins og allir þekkja, hlynna með kynbótum að ýmsum æskilegum eiginleik- um hjá öllu því, sem lífsanda dregur, bæði jurtum og dýrum, svo að einhver sérstakur eiginleiki verði aðaleinkenni, eins off gert hefir verið í sauðfjárræktinni, bæði hvað snertir ull (Che- viot-, Merinó-, Karakúlfé o. fh) og kjöt. Eg býst við, að allir verði að játa, að ekki sé því til að dreifa, að íslenzka sauðféð hafi upprunalega að .eðlisfari verið einlembt, en sé nú með ræktun að verða tvílembt. Hitt mun að mínum dómi vera miklu nær sanni, að sauðfé sé í eðli sínu tvíafkvæmisdýr, sem af órækt sé að töluverðu leyti orðið að einsafkvæmistegund. Hvernig þessu er varið í öðrum menningarlöndum, þar sem fé er þrælræktað til afurða, er erfitt að fá glögga hugmynd um. Þess er venjulega að litlu getið í bókum, sízt hundraðstöl- unnar, en tvílembuær munu þó vera algengar í flestum fjár- kynjum, og í bók um sauðfjárrækt eftir norska ríkisráðunaut- inn, Jon Sæland, sem kom út 1930, er þess beinlínis getið um sum fjárkynin (3) þar í landi, að þau séu jafnaðarlega tví- lembd og bæði þrí- og fjórlembuær séu vel þekkt fyrirbrigðL Eitt af þessum fjárkynjum er „gamal norsk sau“, sem bæði eftir lýsingum og myndum að dæma er nauðalíkt íslenzku fé og ef til vill sá stofn, sem fluttur var hingað til landsins fyrir 1000 árum, enda var hann svo að segja einráður í Noregi þang- að til fyrir um 100 árum, að Norðmenn fóru að flytja inn ýms erlend fjárkyn. Eg hefi líka góð skilríki fyrir því, að í Dan- mörku þykir sú ær ekki ,,á vetur setjandi“, sem ekki skilar nema einu lambi. En það eru fleiri stoðir, sem treysta þá skoðun mína, að íslenzkt sauðfé sé í eðli sínu tvíafkvæmisdýr, en þær almennu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.