Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 14

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 14
2 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN íiiimiiiiiimimiiiiimiimiimimimiiimmmmiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiimiimmmiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir eru alltof algengar til þess að sauðfénaður geti talist einsaf- kvæmisdýr og þó að þrílembur og jafnvel fjórlembur þekkist, þá eru þær svo sjaldgæfar, miðað við ærfjöldann (400—500 þús.), að því síður verður sauðfénaður kallaður fjölafkvæmisdýr. Eins og tölur þær um tíðleika tvílembinga, sem hér hafa verið greindar, bera með sér, þá er íslenzku sauðfé jafn-eðlilegt að eiga tvö lömb eins og eitt. Nú er öllum spendýrategundum áskapað að eiga ákveðinn fjölda afkvæma í senn, þó að talan geti verið all-miklum breytingum undirorpin, einkum hjá fjöl- afkvæmisdýrunum, eins og eðlilegt er og skiljanlegt, þegar þess er gætt, hvernig frjóvgunin fer fram. Að vísu má, eins og allir þekkja, hlynna með kynbótum að ýmsum æskilegum eiginleik- um hjá öllu því, sem lífsanda dregur, bæði jurtum og dýrum, svo að einhver sérstakur eiginleiki verði aðaleinkenni, eins off gert hefir verið í sauðfjárræktinni, bæði hvað snertir ull (Che- viot-, Merinó-, Karakúlfé o. fh) og kjöt. Eg býst við, að allir verði að játa, að ekki sé því til að dreifa, að íslenzka sauðféð hafi upprunalega að .eðlisfari verið einlembt, en sé nú með ræktun að verða tvílembt. Hitt mun að mínum dómi vera miklu nær sanni, að sauðfé sé í eðli sínu tvíafkvæmisdýr, sem af órækt sé að töluverðu leyti orðið að einsafkvæmistegund. Hvernig þessu er varið í öðrum menningarlöndum, þar sem fé er þrælræktað til afurða, er erfitt að fá glögga hugmynd um. Þess er venjulega að litlu getið í bókum, sízt hundraðstöl- unnar, en tvílembuær munu þó vera algengar í flestum fjár- kynjum, og í bók um sauðfjárrækt eftir norska ríkisráðunaut- inn, Jon Sæland, sem kom út 1930, er þess beinlínis getið um sum fjárkynin (3) þar í landi, að þau séu jafnaðarlega tví- lembd og bæði þrí- og fjórlembuær séu vel þekkt fyrirbrigðL Eitt af þessum fjárkynjum er „gamal norsk sau“, sem bæði eftir lýsingum og myndum að dæma er nauðalíkt íslenzku fé og ef til vill sá stofn, sem fluttur var hingað til landsins fyrir 1000 árum, enda var hann svo að segja einráður í Noregi þang- að til fyrir um 100 árum, að Norðmenn fóru að flytja inn ýms erlend fjárkyn. Eg hefi líka góð skilríki fyrir því, að í Dan- mörku þykir sú ær ekki ,,á vetur setjandi“, sem ekki skilar nema einu lambi. En það eru fleiri stoðir, sem treysta þá skoðun mína, að íslenzkt sauðfé sé í eðli sínu tvíafkvæmisdýr, en þær almennu

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.