Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 15 lllllllllllllllllllllllll||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||llllllllllllll|l|||||||||||||||l|im,l,,,ll máfur, sem norskir veiðimenn nefna oft „ísrjúpu", er hánorrænn fugl, sem kemur hingað við og við sem vetrargestur, einn og einn eða fáir saman. — 11. máfategundin, þernumáfur- i n n (lítill, með sýlt í stélið og svart höfuð) sést aldrei hér syðra. Þess hefir verið getið, að hettumáfur og dvergmáfur „tækju ofan“ hettuna á veturna og yrðu hvítir um höfuðið, rita og ís- máfur breyta ekki lit eftir árstíðum, en allir hinir máfarnir verða að meira eða minná leyti módröfnóttir á höfði og hálsi á veturna, þegar þeir hafa fengið fullorðinslitinn. Auk máfanna má enn sjá slangur af öðrum sundfuglum við strendur og hafnargarða höfuðstaðarins, eins og áður er greint, en það eru máfarnir, sem eru þar í miklum meirihluta og setja svipinn á fuglalífið þar, og það geta menn látið sér vel líka, því að máfarnir eru í heild tekið einna tilkomumestir og fegurstir allra vorra fugla, hvort sem litið er á vöxt, lit eða hreyfingar — í loftinu —. Þeir eru flugléttir, flugþolnir og flug- fimir með afbrigðum, ,eru mestan hluta dagsins á ílökti, einkum ef vindur er, og byr undir báða vængi og svífa þá tíðum, helzt þegar stormur er, einkum hinir stærri þeirra, „á vængjum þönd- um“, nærri hreyfingarlausir, langan tíma, á sama stað, hátt yfir sjávarfleti, þar sem aftur hinir minni, eins og hettumáfur- inn, láta vængina ganga hvíldarlaust og allt miðar þetta að því, að skyggnast eftir æti á yfirborði sjávarins (því að ekki kafa þeir), og þeir geta lotið að litlu, kæra sig kollótta, þótt það sé ekki komið frá fínustu matvöruverzlunum borgarinnar, gleypa jafnvel með góðri lyst flest af því góðgæti, sem aðal- skolpræsi bæjarins (lækurinn) ber út í sjóinn. Mest halda þeir þó upp á fiskruður og lifur og lenda oft í stórum þvögum utan um lifrarbrodd, sem flýtur, og jafnvel í rifrildi, en allt er það í meinleysi, í mesta lagi hrindingar og yfirgangur, þar sem hver rífur af öðrum, ,eða ógnanir með gapandi gini, án allra meiðsla; jafnvel lætur svartbakurinn hina smærri frændur sína sjaldan kenna aflsmunar, og allir eru þeir einhuga í því, að reka kjóann af höndum sér, og eiga þar góðan samherja í kríunni, þó lítil sé. Um hrafninn er þeim ekki, en þeir láta hann þó tíðast í friði, vita víst sem er, að krummi er ekkert lamb að leika sér við, ef í það fer. Þegar fuglinn er mettur, hvílir hann sig oft á sjónum, ef lygnt er, eða á steinum í fjörunni, hafnargörðunum ytri eða í skerjum, eins og á Kolbeinshaus; en hann er fljótur að melta og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.