Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 7
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍjlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!
Niðurstaðan verður því sú, að það er stórkostlegur sparnaður
að hafa færri ær, og hafa þær tvílembdar, eða, ef dæminu
,er snúið við, þá er með sama bústofni hægt að auka afurðir
hans tiJL mikilla muna með því að hafa ærnar tvílembdar án
aukins tilkostnaðar. Hér er að vísu gert ráð fyrir, að lömbin
séu eins góð eins og einlembingar, og þá er að rannsaka hitt
atriðið, hvort tvílembingar séu það lakari en einlembingar, að
allur hagnaðurinn hverfi, og meira til.
Óteljandi eru sögurnar um fjárglöggu mennina, sem þekktu
hverja kind í hópnum með nafni, jafnvel þó að fjöldinn skipti
tugum eða meiru. Enginn þekkir tvo hluti hvorn frá öðrum, ef
að þeir eru nákvæmlega eins. Þessi glöggskyggni á fé, sem ekki
verður dregin í efa, er talandi vottur um, hve ísl. fjárstofninn
€r gjörsamlega óræktaður. Það eru engir tveir einstaklingar
eins. —
Þegar fsland byggðist, var hvergi til ræktað fjárkyn í
Norðurálfu. Við vitum með vissu, að þá fluttist fé til íslands
frá Noregi, Hjaltlandi, Orkneyjum, Skotlandi og Suðureyjum.
Það er því enginn möguleiki til þess, að til íslands hafi ein-
ungis borizt eitt og sama fjárkynið, enda ber ísl. sauðfé það
fyllilega með sér, að það er sambland af mörgum fjárkynjum.
Þessi fjárkyn hafa þlandazt saman reglulaust í þúsund ár. Þær
fjárkynbætur, sem að nafninu til hafa farið fram síðasta
mannsaldurinn, hafa frekar aukið þennan glundroða, hafi það
verið hægt, í stað þess að greiða úr honum. En hvað sem
um það er, þá er þessi fjárstofn orðinn samgróinn landinu, og
eg sé ,enga færa leið í fjárræktarmálinu aðra en þá, að rækta
fram það bezta, sem í honum býr. Það er vafalaust, að þó að
það sé „misjafn sauður í mörgu fé“, og þá ekki sízt í óræktar-
hópi, þá eru þó innan um að eðlisupplagi ágætar kindur, og
eg efast ekki um, að með úrvali, sem gert er af þekkingu og
samvizkusemi, megi rækta fram kynstofn, — ,einn eða fleiri —
sem bæði að gæðum kjöts og ullar getur reynzt samkeppnis-
fær á erlendum markaði. Sú leið mun reynast okkur happa-
drýgri en innflutningur á erlendum fjárkynjum frá hlýrri lönd-
um, sem vön eru allt öðru loftslagi, gróðri og staðháttum og
úrkynjast hér fljótt.
Allir, sem við fjárrækt fást, þekkja ritjukindur, s,em aldrei
verða annað en ritjur, hvernig sem með þær er farið. Allir
þekkja ær, þær þurfa sjálfar alls ekki að vera ljótar, sem aldrei