Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 18
6 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ■ iiiiiiMiiiiimiiiiMimiiiiiiiiiiMiMiiiiiiimiimiiiiiiiMiimiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiMiiiimmmiiniiiiiiiiiiimiiiiimiuniiiiimiiiiMiiii ærnar vantaði önnur efni en næringarefni eða fjörefni, hvort þær vanti með öðrum orðum steinefni eða sölt og yrðu þess v.egna einlembdar. Eg hefi gert nokkrar tilraunir í þessa átt, og þyk- jst geta fullyrt, að hér sé um skort að ræða. Eg hefi búið til efnablöndu, sem mér er óhætt að fullyrða, að fjölgi tvílembum til stórra muna. Vökvinn er gefinn ánum um þriggja vikna tíma, áður en til þeirra er hleypt. Það er afar einfalt og fyrirhafnar- lítið að gefa hann og kostar aðeins einn eyri á dag eða 25 aura fyrir hverja á yfir allan tímann, svo útgjöldin eru alveg hverf- andi lítil, ef að það á annað borð borgar sig að fá tvö lömb undan hverri á. En vitanlega verður árangurinn því óvissari, sem þess gætir meir, að stofninum hafi, með úrvali, verið beint í einlembingsáttina. Nú er því ekki að neita, að það er mjög algeng skoðun, mér liggur við að segja trú, meðal fjárhölda, að það borgi sig ekki að hafa ær tvílembdar. Eru færðar fyrir því aðallega þrjár ástæður: 1) að ærnar séu fóðurfrekari, 2) að lömbin séu verri (smærri) og 3) að féð úrkynjist. Skulum við þá athuga þessar ástæður nánar. Vitanlega er það rétt, að ærin þarf meira fóður, til þess að skila tveimur góðum lömbum heldur en einu. Til þess nú að verða dýrari í fóðrun, þyrfti tvílemban að éta meira en tveggja kinda fóður, en allir vita, að hún gei'ir það ekki. Ef við tökum dæmi af bónda, sem þarf 2 hesta af heyi handa kindinni yfir veturinn, þá er tvílemban betur alin á þremur hestum, en tvær ær á fjórum hestum, þótt báðar séu einlembdar. Það er með öðr- um orðum enginn smáræðis munur á heyeyðslu, hvort fóðra þarf eina eða tvær ær til þess að fá sama lambafjölda. En sparnað- urinn er miklu meiri en þetta. Að fá sama lambafjölda undan helmingi færri árn þýðir helmingi minni bústofn; bústofninn bindur með öðrum orðum helmingi minna fjármagn. Það þýðir ennfremur helmingi minni peningshús, helmingi minna verk við hirðingu o. s. frv. Lömbin mega vera allmiklu lakari til þess að þetta borgi sig ekki, jafnvel þó að tekið sé tillit til þess, að ullin vitanlega minnkar um helming. ísl. fjárbúskapur byggist á kjötframleiðslu, en ,ekki á ullarframleiðslu, og svo verður einn- ig framvegis. Ullin er of léleg vara til þess að hún geti ráðið stefnunni í ísl. fjárræktarmálum, þótt sjálfsagt sé að taka líka mikið tillit til hennar við ræktun stofnsins. Þessi agnúi — rýrn- un ullarmagnsins — hefir þannig litla fjárhagslega þýðingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.