Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 37
lllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
dýrinu, sem hér eru að verki. I kynkirtlum spendýranna og
fuglanna eru nefnilega sellur, hinar svonefndu interstitiellu sell-
ur, eða millisellur, sem ekkert koma nálægt því að framleiða
frjó eða egg. Starf þeirra er það, að framleiða vökva, sem fer
út í blóðið og hefir gagnger áhrif á allan líkamann. Hjá öjlum
þeim tegundum dýra, þar sem mismunur er á karl- og kven-
dýri, er það þessi vökvi, sem skapar mismuninn, hann einn ræð-
ur öllum ytri mismun á karli og konu. Við rannsóknir Rowmans
kom það í ljós, að þegar líkamsfjör fuglanna eykst, og allar
hreyfingar verða örari, til dæmis fyrir áhrif ljóssins, stækka
kynkirtlarnir mikið, og þá ekki sízt þessar millisellur, og þær
fara að framleiða efni, sem fer út í blóðið. Það er þetta efni,
sem setur ferðahug í fuglinn.
Að vísu verður ekki sagt, hvort þessi skýring er algild, en
hitt er víst, að hún hefir mikið til síns máls og er byggð á gild-
um rannsóknum. En ef þetta reynist rétt, þá er enn fundinn einn
liðurinn í þeirri orsakakeðju, sem ræður ferðum farfuglanna.
Og þá má ekki gleyma því, að það eru til dýr, önnur en fugl-
arnir, sem fara reglubundnar langferðir. Eða finnst okkur ekki
þorskurinn og síldin hér við land minna nokkuð á farfugla í
öllum hreyfingum? Gaman væri að athuga, hvaða hlutdeild
hitinn, ljósið og seltan í sjónum eiga í ferðum nytjafiskanna,
á hvern hátt þau verka og hvernig orsakasambandið er. Hér er
alveg áreiðanlega nægilegt verkefni að leysa af hendi fyrir
fjölda manna, mann fram af manni, því að það gagn, sem ár-
angur slíkra rannsókna gæti haft í för með sér, er alveg auð-
sætt. Við getum ekki beizlað náttúrulögmálin, en við getum
stöðugt nálgast það meir og meir að skilja þau til hlítar. Það,
sem við getum ekki tamið og lagað eftir okkur, er einmitt þörf
á að skilja niður í kjölinn, svo við getum lagað okkur eftir því.
Á. F.