Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 48
36 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiimiiiiiiiiiiiiimmimiiiimiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiimHiiiiimiiimiimmiiimiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii»
því að veðráttan er svo óregluleg, að hún getur ekki skýrt, hvers
vegna fardaga fuglanna ber alltaf upp á sama tíma; fæðu-
magnið er einnig mjög breytilegt, og það sama er að segja um
loftþrýstingu. Orsök reglulegra ferða verður að finna í ein-
hverjum reglulegum breytingum, sem alltaf endurtakast ár eft-
ir ár, og því fannst Rowman einkum um eitt gsta verið að ræða,
nefnilega birtuna. Birtan er svo að segja það eina, er hugsazt
geti að hafi áhrif á fuglana, sem breytist reglulega ár eftir ár,
því að hún er bundin afstöðu sólar og jarðar hvorrar til annarar.
Rowman hagaði nú tilraunum sínum þannig, að hann hélt
nokkrum fuglum eftir, þegar fartíminn að vorinu til fór að
byrja, og dróg úr ljósmagninu í búrinu, þannig að útkoman varð
eins og fuglarnir yndu enn þá við birtu vetrardagsins. Afleið-
ingin varð sú, að fuglarnir fengu alls enga ferðalöngun. Á hinn
bóginn gat hann fengið fugla til þess að fara af stað um há-
v.eturinn, með því að auka ljósmagnið í búrum þeirra, smátt og
smátt. Með mjög sniðugu fyrirkomulagi var ljósmagnið aukið
þannig, að dagurinn í búrinu lengdist um fimm til átta mín-
útur á sólarhring, en þetta hafði það í för með sér, að fugl-
arnin fóru að verða órólegir, það fór að koma í þá ferðahugur,
enda þótt um hávetur væri. Og væri þeim sleppt, fóru þeir af
stað, þrátt fyrir frost og illviðri. Við frekari tilraunir kom það
einkennilega atriði í ljós, að það var ,ekki Ijósið sjálft, sem olli
ferðalöngun fuglanna, heldur örvun sú, sem það hafði í för með
sér á allan líkamann. Fyrir áhrif ljóssins varð efnaumsetning-
in örari, og fuglarnir urðu fjörugri í hreyfingum, þeir voru allir
á iði og fullir söng og gleði. Rowman gerði því aðra tilraun og
lét nokkra fugla í búr, þar sem engar breytingar voru gerðar á
Ijósmagninu, ,en þannig búið um, að fuglarnir gátu ekki setið
kyrrir lengur en tuttugu sekúndur í senn. Það kom þá í Ijós, að
þetta hafði alveg sömu áhrif eins og aukið ljósmagn, en þar af
varð það sýnt, að það var auðsjáanlega fjörið, sem kom fram í
líkamanum fyrir áhrif ljóssins, en ekki ljósið sjálft, sem olli
því, að ferðahugur kom í fuglinn.
Rowman fór nú að rannsaka, hvaða innri breytingar þess-
ar ytri breytingar hefðu í för með sér, því á einhvern hátt hlutu
hin ytri áhrif að hafa innri breytingar í för með sér, er svo
aftur bæru með sér ferðalöngunina. Niðurstaðan, sem hann
komst að við þessa rannsókn, var sú, að það eru kyn- eða getn-
aðarkirtlarnir, eggstokkarnir í kvendýrinu, en eistun í karl-