Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 31 lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll|||||||l|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||III||||||||||||HIII||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||S:|!r fugl til heimilis, ef svo mætti að orði kveða, sem ýmist er hér eða í öðrum löndum, eftir árstíðum. Er til dæmis heiðlóan ís- lenzkur fugl, eða suðrænn? Þessu svara vísindin þannig, að hið eiginlega heimkynni fuglsins, hver svo sem hann er, beri að telja það svæði, þar sem hann verpir. Þannig skal heiðlóan tal- in norrænn fugl, af því að hún verpir í norðanverðri Evrópu, hana ber að skoða sem gest þar sem hún hefir vetrardvöl, nefni- lega í Miðjarðarhafslöndunum og norðanverðri Afríku. Margir farfuglar fara óralangar leiðir á þessum millilanda- ferðum sínum. Flestir íslenzkir farfuglar fara t. d. alla leið suð- ur að Miðjarðarhafi og suður í norðanverða Afríku, og margir farfuglar, sem fara hér um haust og vor, fara miklu iengra norður á sumrin, og ef til vill enn þá lengra suður á bóginn á veturna. Storkurinn, sem hefir verið svo algengur víðsvegar um Evrópu, einnig á Norðurlöndum, fer t. d. alla leið suður í Suður- Afríku, og óðinshaninn, sem á sumrin kemst alla leið noi'ður á áttugustu og aðra breiddargráðu, eða lengst norður í Græn- ,land og Novaja Semlja, fer alla leið suður í Mið-Evrópu á haust- in, suður á fimmtugustu og aðra breiddargráðu, en sú vega- lengd nemur á milli þrem og fjórum þúsundum kílómetra, eða nærri því helmingi lengri vegalengd en fjarlægðin milli Kaup- mannahafnar og Reykjavíkur. Þótt þessi vegalengd sé gífurlega mikil, ekki sízt þegar þess er gætt, að jafn lítill ferðamaður og óðinshaninn á í hlut, eru til margar tegundir fugla, sem fljúga miklu lengri leið. Að öllum jafnaði verður maður ekki mikið var við ferðir farfuglanna, en það kemur meðal annars til af því, að margir þeirra, einkum þeir minni, fljúga mest á nóttunni. Á daginn verða þeir að afla sér viðurværis, og ef til vill hvíla sig, og þá geta þeir betur gætt öryggis síns fyrir ránfuglum og rándýrum, sem alltaf eru reiðubúin til þess að tortíma lífi þeirra, ef færi gefst, og á nóttunni eru þeir öruggari á ferðalaginu. Á hinn bóginn eru margir fuglar einkum á ferð á daginn, eða þá bæði á nóttu og degi, sérstaklega ýmsir stærri fuglar, svo sem gæsir og endur. Maður skyldi halda, að það hefði feiknamikla breytingu á lifnaðarháttum fuglanna í för með sér, þegar lagt er upp í svona langa ferð, eftir hlutfallslega rólegt líf í nokkra mán- uði, en svo er þó varla. Því að svo er mál með vexti, að þótt svo heiti, að farfuglarnir haldi kyrru fyrir, til dæmis á meðan þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.