Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 52
40 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
imiiimiiiiiiiimmiiiiiiiimiiiimiiimmiiiiiiimiiiiimmimiimiimimiiiiiiiiimiiiiimimmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiyi
Við Islendingar getum í fáu mælt okkur við aðrar þjóðir,
jafn litlir og einangraðir og við erum, en þó hefir saga þjóðar-
innar og fornbókmenntir hennar geymt nafn hennar með þjóð-
um, sem stærri eru og sterkari en hún sjálf. Og nú á nýju öld-
inni, þegar allir virðast hætta við einyrkjaskapinn, og helga sér
eitthvert þröngt verkefni, til þess að fullnuma sig í til hlítar,
opnast einnig smáþjóðunum möguleikar til þess að verða stór-
veldi, á einhverju sviði, ef þær hafa valið sér hið rétta verk-
efni og aðstæðurnar Jeyfa þeim að leysa það af hendi eins vel
eða betur en aðrir, sem við það fást og bezt gera. Slíkt verk-
efni hefir fsland valið sér, þar sem eru fiskveiðarnar. Á bók-
menntaöldinni vorum við stórveldi á sviði sagna og fróðlei'ks,.
nú erum við aftur orðnir sérfræðingar, ef svo mætti kalla, en
það er á vísu hins nýja, hagræna tíma, það er sem fiskveiða-
þjóð á hafinu.
I töflunni, sem hér fer á eftir, er nafni greinarinnar gerð
skil. Taflan er yfirlit yfir aflamagn flestra Evrópuþjóðanna ár-
ið 1930; það ár er ekki valið sérstaklega, heldur tekið sem
dæmi. í þ.eim dálki töflunnar, sem ber yfirskriftina „afli í smá-
lestum“, táknar hver tala þann fjölda smálesta, sem sú þjóð
veiddi, sem nefnd er fyrir framan töluna. Hér má sjá að við
íslendingar erum aðeins þeir fjórðu í röðinni hvað aflamagn
snertir, aðeins stórþjóðirnar Englendingar og Þjóðverjar, og
svo frændur okkar Norðmenn, standa framar. Á eftir okkur
koma stórþjóðir eins og Frakkar með nærri 42 millj. íbúa, Pól-
verjar með 33 millj. íbúa og Spánverjar með 23 millj. íbúa.
Athugum við þann talnadálk töflunnar, sem ber yfirskriftina
„kíló á mann“, sjáum við tölur, sem tala enn þá skýrara máli.
Þar getum við athugað, hvað hver þjóð hefir veitt mörg kíló af
fiski að meðaltali á hvert mannsbarn í landinu, þetta sama ár,
1930. Að Færeyingum einum undan skildum veiðum við að til-
tölu við mannfjölda langsamlega mest allra þjóða, eða rúmlega
8 sinnum meira en Norðmenn, sem næstir koma. Og þó er langt
frá því, að við séum fiskveiðaþjóð í þeim skilningi, að flestir lifi
hér beinlínis af fiskveiðum, því að samkvæmt hagskýrslunum
eru tæplega 19 % af þjóðinni fiskimenn og fólk á þeirra fram-
færi, eða með öðrum orðum aðeins fimmti hver maður þjóðar-
innar er sjómaður.
Þessar tölur, sem hér eru gr.eindar, geta fleira en hvatt
okkur til metnaðar. Eftir þeim má að minnsta kosti fljótt á litið