Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 57

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 57
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 45 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiik Fuglafár. Eg vil geta þess, sem nákunnugur maður hefir sagt mér ný- lega. Hann á heima hér suður undir Höfða, og hefir glöggar gætur á fuglum og öðrum dýrum (er veiðimaður). Hann segir, að mikil mergð af ungum svartfugli (langvíu) hafi horfallið þar í víkinni nú undanfarinn mánuð (janúar 1934) eða lengur. Haftirðill hefir og fallið þar í hrönnum, segir hann. Hann telur orsökina vera hungur og enga aðra, og færir það til, að selur hafi varla sézt þar í allt haust, og ekki fengizt þar bein úr sjó. Segir hann ennfremur, að þetta komi oft fyrir í ördeyðu vetrum, líka hér niðri við höfn- ina. Skarfar hafa þó verið hér nokkuð suður frá í haust (skaut 6 einn daginn), en hann kveður þá óstöðuga, og telur orsökina vera bjargarleysi. Æðarfugl hefir og verið þar nokkur, og ber ekki á því, að hann hafi fallið. Getur ekki verið að ræða um farsótt í svartfuglinum og haf- tirðlinum, sem aðrir fuglar taka ekki? Fuglarnir eru svo magrir, að þeir eru varla hrafnamatur, en þó bjargast krummi við þá. Hann er þar í stórhópum alla daga, hoppar um hrönnina og held- ur veizlu. Ekki er getið um nein slæm eftirköst hjá honum. Þessi fugladauði er leiðinlegt fyrirbrigði, og virðist samrým- ast illa þeirri mildu tíð, sem verið hefir í allan vetur. Eg vek at- hygli á þessu, ef hér skyldi vera um rannsóknarefni að ræða. Vestmannaeyjum, 1. febr. 1934. Páll Bjarnason. Tvöfalt hænuegg. Fyrir nokkru kom til mín maður, eg held hann hafi verið úr Skerjafirði, og sýndi mér óvanalega stórt egg, sem hann kvað hænu hafa orpið. Skurnin var brotin og tóm, en innan í henni var önnur skurn, einnig tóm, og kvað maðurinn eggið hafa verið tvö- falt. Innri skurnin var mun minni en sú ytri, heldur minni en venjulegt hænuegg, en því miður var ytri skurnin svo mikið brot- in, að auðvelt var að taka innri skurnina úr og láta hana í aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.