Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 32
20 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII! IIIIIIIIIIIIIIIII lllllll IIIIIIH IllllllllllllllHllllilllll IIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIH jllllH jllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHI|||l IV. Þegar svona er komið leik þessum, hefst fyrst fyrir alvöru örvingluð barátta af hálfu fuglsins til að forða lífi sínu, og á hinn bóginn hatrömm ásókn af hálfu skúmsins að ná því. En til þess að geta það, þarf skúmurinn að ná með nefinu haldgóðu taki á höfði fuglsins. Til þess að forðast þetta tak — verja höf- uðið — snýst fuglinn í ákafa, ýmist á þessa leið eða hina og skúmurinn á eftir. En vanalegast endar baráttan á þá leið, að skúmurinn nær takinu, og þá á þann hátt, að efri skoltur hans hvílir ofan á höfði fuglsins. Drápstakið er það, þegar skúmur- inn kemur króknum á efri skoltinum á höfuðkúpu fuglsins, — helzt miðja — en á því geta stundum verið einhverjar bægðir, sem áhorfandinn fær eigi séð hverjar eru, en verður að geta sér til þeirra, en því verður sleppt hér. — En vanur maður getur á aðförunum ávallt séð, hvenær skúmurinn nær takinu. — Áður en það er fengið, snúast fuglarnir hver um annan í sífellu, stund- um tekur fuglinn smá-dýfur, ýmist frá skúmnum eða undir hann; en þegar takinu er náð, brjótast fuglarnir um á sama stað og baða vængjunum í sífellu, og við átök fuglsins að losa sig, reiðir skúminn á ýmsa vegu og það stundum svo, að hann leggst alveg á hliðina á vatninu með vænginn hinum rneginn rétt- an upp í loftið. En takinu sleppir hann aldrei viljandi, og smám saman linast átök fuglsins, og hann fellur í öngvit eða deyr alveg, en eftir misjafnlega langan tíma, eftir því hvað stór eða sterkur fuglinn er, t. d. drepur skúmurinn unga fugla (3. mánaða o. s. frv.) miklu fljótar en hina, lengstan tíma er hann að murka lífið úr gömlum æðarblikum. En dauðinn stafar af því, að skúmn- um tekst með króknum á efri skoltinum að brjóta gat á höfuð- kúpu fuglsins, gengur þá krókurinn inn í heilann og þá er dauð- inn vís. Síðan eg fór að athuga nákvæmlega alla fugla, sem eg fann drepna af skúmum, hefi eg ávallt fundið á þeim einhvern áverka á höfði þeirra, sem eg hefi álitið dauðamein þeirra. Eldri hugmyndum um þetta efni á þá leið, að skúmurinn haldi höfði fuglsins svo lengi niðri í vatninu, að fuglinn kafni, hafna eg nú fyrir mitt leyti, bæði af framangreindum ástæðum, og eins hinu, að til þess að geta kæft fuglinn, þarf skúmurinn að stinga sínu eigin höfði ofan í vatnið, en ætti hann, sem er hvergi nærri eins fær um að kafa og fuglar þeir, er hann drepur, að geta þolað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.