Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 29 Ferðir fuglanna. Meðal hryggdýranna eru spendýr og fuglar meðal annars einkennileg að því ieyti gagnvart hinum flokkunum, skriðdýr- um, froskdýrum og fiskum, að þau hafa heitt blóð, eða öllu heldur jafnheitt blóð, því blóðhiti þeirra tekur mjög litlum breytingum. Fiskar geta ekki lifað í sjó, sem ekki hefir meðal annars þann hita, sem ,er við þeirra hæfi, en þessi hiti er mis- munandi, eftir því, um hvaða tegund er að ræða. Þetta stafar af því, að fiskarnir geta ekki haldið líkamshita sínum innan æskilegra marka, ef umhverfið verður of heitt eða of kalt. Og alveg sama máli er að gegna með froskdýr og skriðdýr. Á hinn bóginn geta spendýr og fuglar varðveitt líkamshita sinn, og haldið honum við það stig, sem heppilegast er líffærunum, svo þau leysi störf sín sem bezt af hendi, enda þótt umhverfið kólni eða hitni. Þetta eiga fuglarnir og spendýrin meðal annars að þakka hjúp þeim, sem yerndar líkama þeirra gegn hitatapi, en þessi hjúpur er hárið hjá spendýrunum, en fiðrið hjá fuglunum. En þrátt fyrir það, þótt fuglar og spendýr hafi gert þessar ráð- stafanir, til þess að verða óháð ríki kuldans, og. þannig rutt sér brautir til sigurvinninga um allan heiminn, þá er; þó til það stig í lífi þeirra, sem hætta gæti stafað af kuldum og þurrkum, en þetta stig ,er lífsskeið það í sögu einstaklingsins, þegar hann er að breytast úr einni sellu, hinni frjófguðu eggsellu, í spendýr með hári eða fugl með fiðri, þetta hættuskeið er með öðrum orðum fósturskeiðið. Spendýr og fuglar hafa unnið mikið á, með því að mynda skjaldborg um líkamann gegn kuldanum, en allt kæmi það að engu, ef ekki væri hægt að vernda fóstrið á einhvern hátt, þangað til þessi skjaldborg er byggð. Hér hafa spendýr og fuglar hvor farið sína leið. Spendýrin hafa valið þá aðferðina, að bera fóstrið í móðurlífi þangað til það fer að verða nokkurn veginn sjálfbjarga, en fuglarnir verpa, eins og kunn- ugt er, stórum eggjum, hlöðnum mikilli forðanæringu, og unga þeim út. Það er nú engin tilviljun, að fuglarnir hafa valið! þessa leiðina, því vegna mikils líkamshita eru þeir færir um að vernda eggin gegn kulda, á meðan á þróuninni stendur, og um fuglana er það að segja, að ferðir þeirra eru einmitt til þess gerðar, að vera við þann eldinn, sem bezt brennur, þeir leita varpstaða, þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.