Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 25
iimimiiiiiiiiiiimiimiiiimmiiiiiiiiiiiiiimiiimitiiiiiiiiiiiiiiiiimmimiiiimiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiciit
nef, eða fætur — fuglarnir noti sem vopn og það bæði í bardaga
við aðrar dýrategundir og jafningja sína eða frændur í ríki
náttúrunnar. Samanburður á fuglum og ferfætlingum í þessu
efni getur líka verið gagnlegur. En um spendýrin er það að
segja, sem raunar ,er alkunnugt, að þau beita fram- og aftur-
fótum, hornum og tönnum í þessu skyni. — Hér á eftir mun eg
svo í sem styztu máli reyna að skýra frá því helzta, sem eg hefi
komizt að í þessa átt, bæði með eigin athugunum og eftir frá-
sögn áreiðanlegra manna.
Það mun áreiðanlegt, að skúmurinn slær með löppunum.
Hefi eg þar sömu söguna að segja og nafni minn á Kvískerjum,
veit nefnilega dæmi þess, að skúmur hefir hálfrotað mann. En
skúmurinn hefir það einnig til að drepa að gamni sínu. Glöggur
maður, Aðalgeir sál. Sigurðsson frá Máná á Tjörnesi, sagði mér,
að einu sinni hefði hann séð skúm renna sér í fljúgandi æðar-
fuglahóp og tvístra honum, ;en 3 fuglar féllu dauðir niður, —
„slegnir“ af vængjum eða löppum skúmsins. Þessum dauðu
fuglum leit skúmurinn svo eigi frekar við. Kjóann hefi eg séð
slá hvolp um koll með löppunum. En kjóinn drepur einnig fugla,
einkum unga óðinshana — sér til matar — o. fl. smáfuglateg-
undir, og einu sinni sáum við Júl. Havsteen sýslumaður kjóa
ráðast á fleygan rjúpuunga. Smáfuglana drepur kjóinn með
nefinu.
Eg hefi nokkrum sinnum séð fálka slá fugla á flugi, og
einu sinni það svo nærri mér, að eg sá með vissu, að fuglinn —
rjúpa — varð fyrir höggi af vængnum. Þá hafa og fleiri menn
hér, sem of langt yrði upp að telja, sömu sögu að segja. Einstakt
dæmi er það, sem Páll Sigurðsson símstjóri á Húsavík sagði mér
frá. Hann var eitt sinn að ná valseggjum úr bjargi, og þá renndi
fálkinn sér að honum og barði hann vont högg í höfuðið með
vængnum. Aftur hefi eg fengið í bréfi frásögn um að maður, sem
var að síga í bjarg í Elliðaey á Breiðafirði, sá fálka slá fugl
rétt hjá sér til bana með löppunum. — Einnig hefi eg séð bæði
smyril og fálka grípa fugla á flugi, án þess að slá þá. — Þá
hafa ránfuglarnir þá aðferð, að grípa um höfuð fuglsins með
kjaftinum og drepa hann á þann hátt, sbr. það, sem sagt er um
skúminn hér að framan. En er nú óhugsandi, að þegar fálkinn
slær fugl á flugi, að þá geti stundum verið um árekstur að ræða,
nefnilega, að fuglinn, sem ofsóttur er, varpi sér skyndilega til
hliðar og verði þá — að óvilja ránfuglsins — fyrir vængbarði