Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 36
24 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiimiiimiimiimimmiiiiiimimmmiimimiiiimimmimimmiiiimiiiimmiimmMiimmiiiiimiiimitiiiiiiimmiimiii Með hverju slá fuglarnir? í 3. árg. Náttúrufræðingsins, bls. 121—123, birtist grein með þessari fyrirsögn eftir hr. G. Sv. Er þar meðal annars skýrt frá athugunum og áliti hr. Björns Pálssonar á Kvískerjum í Skaftafellssýslu á þessu sviði, og er það á þá leið, að fuglateg- undir þær, sem greinin einkum ræðir um, nefnilega fálkinn, skúmurinn og kjóinn, muni á flugi aðeins eða aðallega slá með löppunum, hvort heldur þeir séu að verja egg sín og unga, eða afla sér fæðu (fálkinn). Ennfremur segir í greininni (bls. 122), og eru þau orð höfð eftir Birni á Kvískerjum, ,,að allmikill mun- ur geti verið á aðferð fálka og skúma, þar sem valurinn veiðir til matar sér, en skúmurinn er aðeins að verja egg eða unga sína“ (auðk. af mér). Þó er sagt rétt á eftir, að skúmurinn drepi máfsunga (og éti), þegar hann getur. Það vill nú svo til, að eg hefi um dagana haft allmikið sam- an við fugla að sælda, og því séð ýmislegt til þeirra. Og eg get fullvissað hvern sem vera vill um það, að skúmurinn, sem verp- ir hér á láglendinu kringum Jökulsá í öxarfirði, drepur ótæpt fugla til matar sér, t. d. hávellur, duggandir, grænhöfðaandir o. fl. andategundir, og — þó einkum hér í Lóni — æðarfuglinn. Hefi eg svo oft horft á þær aðfarir, að þar kann eg eigi tölu á. Og þar sem eg einnig oft hefi bjargað fugli úr fangbrögðum við skúminn og oft t,ekið af honum dauða fugla, hefi eg fengið allgott tækifæri til að kynnast drápsaðferð hans, þegar hann drepur sér til matar. Að lýsa henni til fullnustu verður eigi gert hér — það er efni í greinarstúf út af fyrir sig; aðeins vil eg geta þess hér, að skúmurinn þá banar nær öllum fuglum — eða alveg öllum — á þann hátt, að hann grípur með nefinu um höfuð þ.eirra og nær með efri skoltinum (króknum) á höfuð- kúpuna, sem brotnar, gengur þá krókurinn inn í heilann og veitir þannig „heilundarsár“, ærið nóg til bana hverjum fugli, sem verður fyrir því. Vilji menn komast að raun um með hverju fuglarnir slái (á flugi), þá þarf til þess margar glöggar athuganir, ekki ein- göngu á áðurnefndum tegundum, heldur fleiri. Einnig þarf að athuga, hv.ernig varnar- eða sóknaraðferðum sitjandi fuglar beita, — með öðrum orðum, að rannsaka hver tæki — vængi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.