Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 13 ^IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHII langt mál. Eg ætla aðeins að taka til athugunar fuglalífið í höfninni og við hafnargarðana og inn með ströndinni, inn undir gasstöðina, og aðallega eins og það er á haustin og veturna, og þær breytingar, sem orðið hafa á því síðan höfnin kom og slátr- unarhúsið og aðalskólpræsi bæjarins (lækurinn sem áður var og opnaðist í krókinn við Nordals íshús) var lagt út í opinn sjó (o: skipaleguna við endanh á Batterígarðinum), rétt fyrir utan Kolbeinshaus (sker, er svo heitir). Menn, sem hafa búið í bænum nógu lengi, muna eftir því, að meðan sjórinn úti fyrir bænum var ekki annað en opin skipa- lega, var fremur fátt um fugla, einkum stóra máfa, við sandinn og f jörurnar, þeir voru helzt í kringum skipin úti á legunni, en margt gat verið af ritu og kríu við fjörurnar á sumrin, þegar .fiskslóg var á boðstólum hjá fiskimönnum, eða strákar voru að hæna þær að sér með lifur, til þess að reyna á þeim skotfimi sína, úr fjörunni, með steinvölum, meðan kjóarnir reyndu á þeim flug- og ránfimi sína utan- og ofanað. Þá var og krökt af sendling og tildru haust og vetur í fjörunni, eins og er enn, og eru það einkum hrúðurkarlarnir á fjörusteinunum og ýmis smá dýr undir þeim, sem safna þessum skemmtilegu smáfugl- um að sér. Þeir eru svipaðir að: stærð og gengur mörgum Reyk- víkingum illa að þekkja þá í sundur, þó eru þeir all-ólíkir á litinn: sendlingurinn steingrár með gulgræna fætur, tildran hvít-, svart- og rauðflekkótt, með rauðgula fætur. Tjaldar voru og eru enn all-tíðir á veturna og slangur af æðarfugli með land- inu, ásamt einstaka hávellu, toppönd, dílaskarf, álku, teistu og stöku sinnum haftyrðil. Þegar höfnin kom og stór og smá skip fóru að liggja að staðaldri í henni, urðu sumir sjófuglar þess brátt varir, að með þeim fylgdi eigi svo lítil búbót í ýmsum ruðum og matarleifum, sem kastað er frá þeim í sjóinn daglega, og sá fuglinn, sem einna fyrstur varð til þess að gera þessa uppgötvun, var s v a r t- b a k u r i n n (veiðibjallan), sjálfur kóngurinn meðal íslenzkra sjófugla. En „hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyf- ist það“, segir sálmaskáldið, ogsvo varð hér: aðrir máfar fylgdu á eftir og er nú að staðaldri krökt af svai'tbak og stundum af ritu í höfninni, auk þess sem þar sést oft eitthvað af 1 i 11 a svartbak; það er fugl, sem á 2—3 síðustu, áratugum hefir setzt nokkuð að á S- og SV-ströndinni, og er að líkindum kominn hingað með skipum frá Bretlandseyjum. Hann er mjög líkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.