Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 25

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 13 ^IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHII langt mál. Eg ætla aðeins að taka til athugunar fuglalífið í höfninni og við hafnargarðana og inn með ströndinni, inn undir gasstöðina, og aðallega eins og það er á haustin og veturna, og þær breytingar, sem orðið hafa á því síðan höfnin kom og slátr- unarhúsið og aðalskólpræsi bæjarins (lækurinn sem áður var og opnaðist í krókinn við Nordals íshús) var lagt út í opinn sjó (o: skipaleguna við endanh á Batterígarðinum), rétt fyrir utan Kolbeinshaus (sker, er svo heitir). Menn, sem hafa búið í bænum nógu lengi, muna eftir því, að meðan sjórinn úti fyrir bænum var ekki annað en opin skipa- lega, var fremur fátt um fugla, einkum stóra máfa, við sandinn og f jörurnar, þeir voru helzt í kringum skipin úti á legunni, en margt gat verið af ritu og kríu við fjörurnar á sumrin, þegar .fiskslóg var á boðstólum hjá fiskimönnum, eða strákar voru að hæna þær að sér með lifur, til þess að reyna á þeim skotfimi sína, úr fjörunni, með steinvölum, meðan kjóarnir reyndu á þeim flug- og ránfimi sína utan- og ofanað. Þá var og krökt af sendling og tildru haust og vetur í fjörunni, eins og er enn, og eru það einkum hrúðurkarlarnir á fjörusteinunum og ýmis smá dýr undir þeim, sem safna þessum skemmtilegu smáfugl- um að sér. Þeir eru svipaðir að: stærð og gengur mörgum Reyk- víkingum illa að þekkja þá í sundur, þó eru þeir all-ólíkir á litinn: sendlingurinn steingrár með gulgræna fætur, tildran hvít-, svart- og rauðflekkótt, með rauðgula fætur. Tjaldar voru og eru enn all-tíðir á veturna og slangur af æðarfugli með land- inu, ásamt einstaka hávellu, toppönd, dílaskarf, álku, teistu og stöku sinnum haftyrðil. Þegar höfnin kom og stór og smá skip fóru að liggja að staðaldri í henni, urðu sumir sjófuglar þess brátt varir, að með þeim fylgdi eigi svo lítil búbót í ýmsum ruðum og matarleifum, sem kastað er frá þeim í sjóinn daglega, og sá fuglinn, sem einna fyrstur varð til þess að gera þessa uppgötvun, var s v a r t- b a k u r i n n (veiðibjallan), sjálfur kóngurinn meðal íslenzkra sjófugla. En „hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyf- ist það“, segir sálmaskáldið, ogsvo varð hér: aðrir máfar fylgdu á eftir og er nú að staðaldri krökt af svai'tbak og stundum af ritu í höfninni, auk þess sem þar sést oft eitthvað af 1 i 11 a svartbak; það er fugl, sem á 2—3 síðustu, áratugum hefir setzt nokkuð að á S- og SV-ströndinni, og er að líkindum kominn hingað með skipum frá Bretlandseyjum. Hann er mjög líkur

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.