Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 8
100 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll lllllllllllllllllllllllllllllllllllll llllllll llllll llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll lll| deplum í, og er sá fremsti stærstur. Kringum svörtu blettina eru gráleitir hringir. Fundið í Reykjavík og á Siglufirði. 4. Netlufiðrildi (Vcmessa urticae L.). Grunnlitur vængjanna að ofan er rauðgulur. Útjaðrar vængj- anna að ofan eru svartir með röð af bláum blettum. Á framjaðri hvors framvængs eru þrír svartir, tveir gulir og einn hvítur blett- ur. Auk þess eru þrír svartir blettir ofan á hvorum framvæng, og er sá aftasti langstærstur. Sá helmingur hvors afturvængs, sem að bolnum veit, er svartur að ofan eða því sem næst, en milli hans og dökka vængjaðarsins er gult belti. Fundið í Reykjavík. 3. md. Kóngafiðrildi. (Eftir Danmarks Fauna.) 5. Kongafiðrildi (Herse convolvuli L.). Grunnlitur vængjanna er grár. Hvor afturvængur er að ofan með þrem til fjórum dökkum þverröndum. Sú röndin, sem næst er vængrótinni, er breiðust og dekkst. Fram- og afturvængir eru með hvítum, óreglulegum og óljósum smáblettum og röndum. Frambolur grár með ljósar hliðar. Afturbolur grár að ofan. Aft- urbolsliðir rauðir á hliðum, en þó með hvítri rönd að framan, en svartri að aftan. Fundið í Reykjavík, Reyðarfirði, Hvanneyri, Fagureyjarhólma

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.