Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Síða 5

Náttúrufræðingurinn - 1947, Síða 5
Sigurður Þórarinsson: STEINÞÓR SIGURÐSSON mag. scient. MINNINGARORÐ Svn fór l>á að loktlin, að sú gamla hefndi sín. Og hún vissi, hvað hún gerði. Hún valdi engan þeirra, er mest höfðu ert hana með glannalegu framferði. Hún valdi þann, sem islenzkum náttúrurann- sóknum og þó sérstaklega Heklurannsóknunum var mest missa i, þann eina, sem ekki er hœgt að fylla skarðið eftir. Hún valdi Steinþór SigurÖsson. I blóma aldurs féll hann við starf sitt, trúr þeirri hugsjón, að aðsla hlutverk visindamannsins sé að leita nýrra sanninda. Hann var öllum harmdauði og þvi meir, sem menn þekktu hann betur. Um hann flestum fremur geta þeir, er honurn kynntust, sagt hin gömlu orð: „Hans shal ég ávallt geta, er ég heyri góðs manns getið.“ Sunnudaginn 2. nóvember 1947 varff sá atburður, að Steinþór Sigurðsson mag. scient., sem var að kvikmynda hraunstraum í suð- vesturhlíð Heklu, varð fyrir glóandi hraungrýti, sem hrundi úr hraunbrún. Beið hann samstundis bana. Steinþór var fæddur í Reykjavík 11. janúar 1904. Foreldrar hans voru Anna Magnúsdóttir frá Dysjum á Álftanesi og Sigurður Jóns- son, skólastjóri Miðbæjarbarnaskólans. Steinþóv lauk stúdentsprófi úr stærðfræðideild Menntaskólans vorið 1923, sigldi um haustið og innritaðist í Hafnarháskóla. Þar las hann stjörnulræði sem aðal- námsgrein, en stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði sem aukanáms- greinar og lauk magistersprófi haustið 1929. Fór orð af dugnaði hans oggáfum, og átti liann að prófi loknu kost á álitlegri rannsókna- stöðu erlendis í sérgrein sinni. Er lítill vafi á, að hann hefði unnið sér mikinn frama á sérsviði sínu, ef liann hefði ílenzt ytra. En hann tók þann kostinn að hverfa heim og réðst strax að loknu prófi kenn- ari í stærðfræði og eðlisfræði við Menntaskólann á Akureyri. Ef til vill hefur það valdið nokkru um ákvörðun hans að flytjast heim, að sumarið 1927 liafði hann kynnzt íslenzkum öræfum, er hann tók þátt í leiðangri Niels Nielsens og Pálma Ha.messonar til hálendis- 7

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.