Náttúrufræðingurinn - 1947, Qupperneq 12
104
NÁTTÚRUFRÆBINGURINN
löndunum er oft erfitt að greina árliringina. enda er þar lítill eða
enginn munur á sumri og vetri og hvert árið öðru líkt, livað tíðar.
far snertir.
Eftir endilöngum stofni sérhvers trés nema barrtrjáa og fremst
fram í hverja grein liggja viðaræðar, og flyzt vatn eftir þeim ásanv
öðrum efnum, bæði lífrænum og ólífrænum, sein trénu eru til gagns.
En innst í hverju tré er svonefndur mergur og ganga út frá honum
lárétt í allar áttir merggeislar. Sumir ná alla leið frá mergnum og úí
til barkarins, en aðrir ná inn á við aðeins að ákveðnum árhringum.
Mergurinn og merggeislarnir eru myndaðir úr lifandi frumum,
einnig þótt tréð sé farið að eldast, og er hlutverk þeirra að geyina
ýmis lífræn efni trésins, svo sem sterkju, sykur, feiti, litarefni og
harpix. Sama eða svipuðu hlutverki hefur stuttfrumuvefur viðarins
að gegna, en hann liggur hingað og þangað um allan viðinn, inni á
milli annarra frumna. H já sunnnn trjátegundum ber allmikið á
merggeislunum, hjá öðrum lííið eða ekkert með berum augum. Á
þessu þrennu, árliringunum, merggeislunum og viðaræðunum, ber
mest, þegar þverskurðir af trjáviði eru skoðaðir, og má að jafnaði
þekkja trjáviðartegundirnar liverja frá annarri á því.
Tré geta orðið mjög gömul, jafnvel mörg hundruð ára, og þús-
und ára gomul tré og eldri eru allvíða til. Sjaldnast ná tré þó svo
háurn aldri, enaa er lítill hagur að því, vöxturinn er örastur, meðan
tréð er ungt, og viðurinn jiá fljótastur að myndast. Þess vegna eru tré
yfirleitt ekki látin verða mjög gömul og eru felld, þegar jDau hafa
náð hæfilegri stærð og gildleika. Er það mjög misjafnt, hversu gömul
þau eru látin verða, og fer það eltir trjátegundinni, hvernig á að
hagnýta viðinn, og mörgu öðru, jafnvel fjárhagsafkomu ríkja og ein-
staklinga. En jiess er þó víðast livar vandlega gætt nú orðið, að hvergi
sé gengið of nærri skógunum og þeir geti vaxið upp, jafnótt og höggv-
ið er.
Þegar tréð hefur verið fellt, eru greinarnar höggnar af jrví og
börkurinn og Jiað sagað niður í liæfilega löng stykki, en að því búnu
eru þau flutt í sögunarmyllurnar, jjar sem þau eru söguð niður. Á
mörgum lauf- og barrtrjám er innri og eldri hluti viðarins allmikið
öðru vísi en sá hlutinn, sem er yztur og yngstur, einkum jíó hvað
lit og jréttleika snertir og hver efni hann inniheldur. Er munurinn
stundum svo mikill, að skilja verður livort frá öðru, og er jrá innri
hlutinn nefndur kjarnaviður en sá ytri afhögg. Kjarnaviðurinn ei
venjulegast dekkri og þyngri í sér, endingarbetri og þurrari en af-