Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 13
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 105 höggið, meðan livort tveggja er nýtt. Oft er afhöggið svo lélegt, að ekki er hægt að nota það til annars en eldsneytis. Hin sérkennilega gerð, sem fram kemur lijá mörgum trjáviðar- tegundum, þegar flegið er utan af stofninum eða hann skorinn þann- ig í sundur eftir endilöngu, að skurðurinn gangi í gegnum merginn, stafar af ýmsu, einkum þó af árhringunum, hversu misjafnlega áher- andi þeir eru, af merggeislunum, sem oft eru með öðrum lit og gljáa en viðurinn umhverfis og stundum svo áberandi, að þeir eru nefndir speglar, af kvistum í viðnum, sem oft hafa horfið inn í viðinn, af þvi að hann hefur vaxið yfir þá, og af mörgu öðru. Stundum er eittlivað einstakt atriði sérkennandi fyrir viðinn, stundum tvö eða fleiri, og hafa jrau oft megináhrif á verðmæti viðarins, t. d. jress trjáviðar, sem notaður er til smíða á húsgögnum. Mestur hluti alls trjáviðar er jró metinn eftir öðrum eiginleikum en útlitinu. Sá trjáviður, sem notaður er til bygginga, er aðallega metinn eftir styrkleika, en einnig eftir öðrum eiginleikum, er síðar verður getið. Er styrkleiki hinna ýmsu trjáviðartegunda mjög misjafn, en einnig getur styrkleiki sömu trjáviðartegundar verið allbreytilegur eftir jrví, við hvaða skilyrði trén hafa vaxið. Togþol algengs teakviðar, sem er þurr, er um 1600 kg/cm2, beyki- og furuviðar 1200—1250 kg/cm2, eikarviðar 1100—1200 kg/cm2 oggreniviðar 750—900 kg/cm2, þegar togað er í sömu átt og trefjarnar liggja. Sé togstefnan lóðrétt á stefnu trefjanna, er togþolið ekki nema 10% af áður nefndu togþoli eða enn minna. Mótstöðuafl trjáviðartegundanna gegn þrýstingi, sem hefur sömu stefnu og trefjarnar, er aðeins um helmingur af togþoli þeirra, og mótstöðuaflið gegn þrýstingi lóðrétt á stefnu trefjanna er um fjórðungur af togþolinu. bess ber þó sérstaklega að gæta, að raki trjáviðarins hefur mikil áhrif á styrkleikann, og getur styrkleiki trjáviðar jalnvel fjórfaldazt við þurrkun. Einnig getur það haft allmikil áhrif’ á notagildi trjáviðar, hve mikið má spenna liann án jress, að hann breyti varanlega um lögun, Jr. e. hve mikið má beygja hann, svo að hann rétti sig samt til .upphaf- legrar lögunar á eftir. Teakvið má spenna mikið, einnig lindivið ösp, birki, álm og eik, en minna beyki, ask, lerkivið, greni og furu. Beygjanleiki trjáviðar er annar eiginleiki, sem oft er mjög gagnleg- ur. Þær viðart.egundir, sem hal'a þann eiginleika í ríkustum mæli, má beygja mjög án Jiess, að þær brotni, og rná fá þær til að halda hinu bogna lagi. Er þetta einnig nefpt seigla, og eru víðir (pílviður), birki og hvítbeyki meðal seigustu trjáviðartegunda. Mest ber á seigl-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.