Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1947, Qupperneq 16

Náttúrufræðingurinn - 1947, Qupperneq 16
108 NA 1' 1 IJRUFRÆfilNGURINN hverfis liann ev rakt, en jafnframt lireytist lögun viðarins meira eða minna, hann þrútnar af: rakanum, oftast misjafnt, og getur verpzt og unclizt af því, en skreppur saman, er hann þornar, og getur þá einnig verpzt og undizt, en jafnframt rifnað. Getur slíkt valdið miklu tjóni, t. d. þegar um fullsmíðuð húsgögn er að ræða. hess vegna er sem bezt vandað til þurrkunar þess viðar, sem á að nota til slíkra srníða ogannarra jafnvandaðra. Er viðurinn þá geymdur lengi, jafnvel svo, að árum skipti, í þurru lofti, lielzt við venjulegan liita. Stundum er þó flýtt fyrir þurrkuninni með því að hækka hitann, en hættara er viðnum þá við að rifna. Þegar viðurinn er þurrkaður með þessum liætti, verða eftir í honum öll þau efni, sem helzt Iialda rakanum og hafa tilhneigingu til að draga til sín raka úr umhverf- inu. Er því stundum reynt að lauga þessi efni úr viðnum með köldu vatni, og á sú laugun sér t. d. stað, þegar trjáviðurinn er látinn fljóta niður eftir fljótum og vötnum frá skógunum, sem oft eru uppi í fjallahéruðunum, og niður á jafnsléttu eða niður að sjó, þar sem sögunarmyllurnar standa. Hægt er að flýta mjög fyrir þessari laugun, ef viðurinn er „soðinn“ í gufu, og er hann þá látinn liggja í svonefndu svitahólli, þar sem gufa leikur um liann. Við það laugast þó fleiri efni úr viðnum en þau ein, sem einkum draga til sín raka og halda honum í sér, og verður hann auk þess fyrir annars konar breytingum, svo að styrkleiki viðarins minnkar oft til mikilla muna af slíkri gufu- suðu. En að henni lokinni er'mjög fljótlegt að þurrka hann, og breytist sá viður lítið upp frá því. Töluvert er þess vegna að því gert að þurrka við með líkum hætli sem þessum, en þó því aðeins, að styrkleiki hans rnegi minnka að skaðlausu. Er viðurinn þá hitaður hægt upp i 80—90°C, en jafnframt er loftið-umhverfis hann mettað með vatnsgufu. Þegar hann hefur hitnað og blotnað í gegn, er rakinn í loftinu smáminnkaður, og nokkru seinna er hann látinn smákólna. Þornar hann nú fljótt. Með þessum hætti má stytta þurrkunartím- ann svo mikið, að hægt sé að nota viðinn til smíða á húsgögnum 4—8 dögum eftir, að tréð var iellt. Og sé farið að eins og nú var sagt, á viðurinn að vera álíka sterkur og loftþurrkaður viður. Trjáviðartegundir þær, er til gagns geta orðið, eru fjöldamargat skipta mörgum hundruðum, og er að sjálfsögðu ekki unnt að geta þeirra allra hér. Verður því þeirra einna lauslega getið, sem rnikils- verðastar eru. Algengt er að nefna trjáviðinn sama nafni og trjá- tegund þá, sem hann er fenginn af, nefna t. d. grenivið greni og

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.