Náttúrufræðingurinn - 1947, Qupperneq 18
110
NÁT TÚRUFRÆÐINGURINN
getur það stundum verið mjög til óhagræðis. Harpixgangarnir í
furuviði eru þéttir og tiltölulega stórir.
Ungar furur eru sums staðar, t. d. hér á landi. notaðar með öllum
greinum og barri um jólaleitið til skrauts, og eru það hin svonefndu
jólatré, en ung grenitré eru einnig notuð í sama skyni.
Greni er viðurinn af trjám, sem Iieyra Picea-ættkvíslinni til, en
einnig af fagurgreni, douglasgreni og hemlockgreni. Eru allar þessar
trjátegundir barrtré eins og fururnar, en ekki fæst greniviður af
jafnmörgum trjátegundum og furuviður. í F.vrópu er rauðgreni
(P. abies) mikilsverðasta grenitréð. Nær tréð ekki fullum hæðar-
vexti, fyrr en það er orðið 100 ára gamalt, og getur þá verið 35 m að
hæð, en lifað getur það enn mörg hundruð ár, jafnvel orðið 500 ára
gamalt. Stofn trésins er frekar beinvaxinn, óskiptur og vel sívalur.
Börkurinn er frekar þunnur, og er hann sléttur, meðan tréð er ungt.
Oft loða við Iiann næfurþuniiar, rauðbrúnar. óreglulega lagaðar
flygsur, sem síðar verða gráleitar, og koma þá jafnfram í þær rifur.
Viðurinn er hvítur eða lítið eitt gulleitur og gljáandi, en verður
brátt grár, þegar loft fær að leika um liann, og hvað lit snertir, er
enginn munur á afhöggi og kjarnavið. Eðlisþyngd hans er 0,48—0,51,
þegar hann er loftþurr. Viðurinn er mjúkur, frekar grófgerður, og
er auðvelt að smíða úr honum. Hann þolir verr raka en fura, eink-
um þó ef hann blotnar og þornár til skiptis. Hann er mikið notaður
í símastaura, í umbúðir, til bygginga, í trjáviðarslíp og viðarull og
til framleiðslu á sellulósa, en grenibörkurinn er notaður til sútunar,
Greinar og afhögg er notað til framleiðslu viðarkola og viðartjöru.
Hvítgreni (P. alba) gefur af sér sterkan við, en stofninn er oft boginn,
svo að ekki er mikið um ræktun jiess til trjáviðarframleiðslu. Hins
vegar fæst góður viður af sitkagreni (P. sitchensis), sem er fljótvaxið
og harðgert. Viðurinn er mjúkur, léttur og þéttur, en ekki mjög
sterkur. — Fagurgreni (Abies pectinata) er mjög hávaxið, getur orðið
allt að 60 m á hæð, og er stofninn þá orðinn yfir metra að þvermáli.
Viðurinn er ljósgulleitur, oft með rauðleituin blæ, og er kjarna-
viðurinn ekki dekkri en afhöggið, ef tréð er heilbrigt. Á sjúkum
trjám er hann stundum Ijósbrúnn að lit, þegar trén eru orðin gömul.
Viðurinn inniheldur lítið af harpix, er mjúkur og léttur, klofnar vel
og er sæmilega endingargóður, en þolir þó illa að blotna og þorna
til skiptis. Hann er að mestu leyti notaður til liins santa og viðurinn
af rauðgreni. — Dotiglasgreni (Pseudotsuga douglasii == Pseudotsuga
mucronata) er mjög stórvaxið, getur orðið um 100 m að hæð og yfir