Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
113
nota á trjáviðinn. Niðursagaður trjáviðurinn er nefndur timbur.
það timbur, sem notað er til húsbygginga og annarra mannvirkja,
er oftast nær sagað niður í ferhyrnda bita, planka eða borð, og eru
það þá talin borð, sem eru þynnri en 5 cm (2 enskir þumlungar —
2"), en þó þykkari en 2 mm, plankar eru 5—10 cm (2—4") að þykkt,
en bitar þykkari en 10 cm. Breiddin er mjög misjöfn. Sjaldan er hún
þó meiri en 40 cm (16").
Þegar liúsgögn eru smíðuð, er algengt að líma þunnar flögur af
verðmætum viðartegunum utan á aðrar ódýrari viðartegundir, og
eru þessar viðarflögur nefndar spónn (finér). Spónlagningin er þó
ekki eingöngu gerð í sparnaðarskyni, heldur oft einnig vegna ann-
arra ástæðna, því að viður, sem vel lítur út, er stundum hvorki
sterkur né endingargóður. Má þá velja sterkan og endingargóðan
við innan undir spóninn, og fæst þá livort tveggja í senn, gott útlit
iiúsgagnanna og nægilegur styrkleiki. Spónninn er annaðhvort sag-
aður eða skorinn úr trjástofninum, en að því búnu venjulegast hefl-
aður og fægður, svo að hægt sé að nota hann til spónlagningar án
frekari aðgerða. Þykktin er allmisjöfn. Algengastur er 0,2—0,8 mm
þykkur spónn, en séu viðarflögurnar þykkari en 2 mm, geta þær
ekki talizt spónn lengur.
Trjáviður getur enzt svo, að öldum skipti, ef lionum er haldið
nægilega þurrum, en þó eru tegundirnar nokkuð misjafnar, Iivað
þetta snertir. Einstaka trjáviðartegund þolir raka allvel, jafnvel þola
sumar að blotna og þorna á víxl. Við slík skilyrði er þó ending allra
trjáviðartegunda mjög takmörkuð, enda þótt ein trjáviðartegundin
endist einum eða nokkrum áratugum lengur en önnur. Eru ágæt
skilyrði fyrir gerla og annan smáverugróður að setjast að í viðnum,
ef hann blotnar og þornar á víxl. En fyrir álirif slíks smáverugróð-
urs fúnar tréð og eyðileggst, verður haldlítið og meyrt. Oft eru gró
slíks smáverugróðurs í hinu lifandi tré, einkurn þó, ef viðurinn er
af gömlum trjám, því að slík tré eru oft byrjuð að rotna í kjarnanum.
Gætir þessa sérstaklega, ef tréð liefur verið toppskorið eða stórar
greinar hafa brotnað af þvi eða verið sagaðar af því. Er mergkjarn-
inn gljúpasti hluti trésins, og hefur smáverugróður getað borizt
eftir honum. Tegundirnar, sem geta grandað viðnum, eru fjölda-
margar, en fljótvirkastur er hússveppurinn (Serpula lacrymans).
Getur hann eyðiiagt viðinn í lieilli byggingu á skömmum tíma, ef
]ífsskilyrðin eru góð fyrir liann, ef rakinn er hæfilegur, lítið um
endurnýjun loftsins o. s. frv. Sést hann fyrst sem livít, þunn hirnna
8