Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Síða 44

Náttúrufræðingurinn - 1947, Síða 44
136 NATTURUFRÆÐINGURINN nokkrir liagleiks- og kunnáttumenn um útbúnað og tækni til slíkra ferðalaga. Eftir heimkomuna til Noregs skrifaði foringi fararinnar, Erling Cliristophersen grasafræðingur, bók unt leiðangurinn. Eg lief aðeins séð liana í sænskri þýðingu: Tristan da Cunha — Den en- samtna ön, Stockholm 1946. Bókin er ferðasaga og bráðbirgða- skýrsla um rannsóknir þeirra félaga, prýðilega samin við alþýðu- hæfi. Slíkar bækur eru löngum skemmtilegar, en þessi er einhver hin bezta, sem ég hef lesið. Hún er bersýnilega skrifuð til að fræða lesendurna og skemmta þeim, en ekki til að trana fram afreksverkum Iiinna vösku leiðangursmanna. Auk Christophersens, sem er aðal- höfundur bókarinnar, hafa flestir vísindamenn leiðangursins ski ifað í hana kafla um sínar rannsóknir. Þó að náttúra Tristanseyjar sé hin merkilegasta og ágætlega lýst í bókinni, býst ég við, að mörg- um þyki fróðlegastir þeir kaflar hennar, sem segja frá eyjarskeggjum sjálfum, þessum tæplega 200 manna hóp úti í reginhafi. Það, sem hér fer á eftir um Tristansey er því nær allt tekið upp úr þessari bók. Tristansey er efri hluti geysimikils strýtumyndaðs eldfjalls, sem stendur á liafsbotni. Hrin er því nær kringlótt og aðeins 12 km að þvermáli, en samt rís hæsti tindur hennar 2028 m upp yfir sjó, samkvæmt mælingu leiðangursmanna. I il samanburðar má geta þess, að Snæfellsjökull er ívið víðáttumeira fjall (um 15 km að þvermáli) og þó ekki nerna 1446 m y. s. Á hátindi Tristanseyjar er gamall eldgígur með tjörn í botni. Úr þeim gíg hafa komið stærstu eldgosin, sem hlóðu upp eyna, en margir sníkjugígar liggja í röðum út frá aðalgígnum niðri í hlíðunum. Allt fast berg í eynni er einhvers konar storka, mest basalthraun og basalttúff, en innskot finnast einnig, t. d. gabbróafbrigði. Erfitt er að gizka á aldur jressa bergs, því að steingervingar fundust engir. Hið eina, sem gat gefið jarðfræðingi leiðangursins, J. C. Dunne frá Suður-Afríku, nokkia hugmynd um aldur eldfjallsins, var dýpt giljanna í hlíðun þess og liæð sjávarbjarganna hringinn í kring. En hvort tveggjá er verk vatns og veðra, sem naga látlaust utan úr eynni og vinna að því að jafna hana við sjávarflöt. Gilin eru mörg og stór og björgin 300—600 m há. Dunne telur, að Jressar myndanir hafi tekið margar milljónir ára, og gizkar á, að aldur eyjarinnar sé nálægt 20 milljónum ára. Samkvæmt Jiví hefði hún átt að vera í smíðum á ofanverðum tertíer- tímanum, en þó áður en Tjörneslögin mynduðust hér á landi. Jökulminja frá ísöld er ekki getið á Tristansey, enda varla við Jreim

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.