Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 45
NÁTTÚRUl'RÆttlNGURINN 137 að búast á þessu breiddarstigi fyrr en enn hærra yfir sjó. Strandlínur, klappaðar í fast'berg, sýna, að sjór hefur fyrrum staðið 5 m hærra en nú við strendur eyjarinnar. Víðast á ströndum Tristanseyjar ganga sjávarbjörgin þverhnípt í sjó fram, svo að ólendandi er með öllu. En gegnt norðvestri er um 8 km löng og allt að 2 km breið láglendisræma með sjónum. Þar er öll byggðin. Tvær aðrar fitjar, miklu minni, eru gegnt suðvestri og Tristansey, teikning eftir Yngvar Hagen suðri. Þar eru nautaafréttir eyjarskeggja, og er þangað illfært nema á sjó. Þó má einnig klöngrast þangað gangandi, ýmist um kletta og einstigi liátt uppi i fjalli eða unr hættulega forvaða undir björgunum. Ekki þótti Norðmönnunum veðráttan skemmtifeg á Tristansey. Stormar voru miklir, þokur og rigningar, en sjaldan sólskin. Þó skildist þeinr, að þeir hefðu verið frenrur veðurheppnir. Einn af eyj- arskeggjum var fenginn til að gera veðuratlruganir árlangt 1938. Hann fékk laun sín greidd fyrirfram: eina reku og einar buxur. Skýrsla lians sýndi, að febrúar var lrlýjasti mánuður ársins (meðal- lriti 18,6°) og september kaldastur (nreðalhiti 10,0°). Mestur lriti mældist um 25° og minnstur 4,5°. Munurinn er' lítill eins og á öðrum lithafseyjum. Urkonra er nrest á veturna (en ]>á er sunrar lrér á norðurhvelinu). Þá festir stundum snjó á fjallinu og oft lrlýzt tjón af vatnavöxtunr og skriðuhlaupum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.