Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Síða 50

Náttúrufræðingurinn - 1947, Síða 50
Ingólfur Davíðsson: Eru jöklarnir gróðurlausir? Sumarið 1935 var ég á ferð, í hópi nokkurra náttúrufræðinga, um Eyjabakka og inn að Eyjabakkajökli. Á hálsunum undir Snæfelli kom ég að lækjarsprænu og sá þar mér til undrunar ]>roskalegt skarfakál (Cochlearia officinalis). Mér komu í hug orð Jóns Helga- sonar: „Þeir sigldu til íslands að athuga það, livort ttlfaldar gengi ekki á jök]unum.“Félagar mínir urðu ekki síður liissa, því að skarfa- kálið er vant að vaxa úti við sjó, en ekki langt inni í landi. Seinna hefur Steinþór Sigurðsson sagt mér, að hann hafi séð allmikið af skarfakáli í Jökuldal við Tungnafellsjökul. Hafi fuglar, t. d. mávar, sem oft fljúga langt inn yfir land, ef til vill borið með sér fræið. Eins liefur það t. d. getað tollað í ull kinda. — Skammt frá jökul- röndinni var ixiikill ruðningur, sem jökullinn hafði borið fram og síðan skilið eftir, er hann rénaði. í jökulruðningnum var grösugt eins og á túni. Þar voru fíflar, sóleyjar, súrur og ýmis túngrös. En sjálfur jökullinn virtist gróðurlaus með öllu. Neðst var hann æði óhreinn á köflum, en skínandi hvítur, er ofar dró. Við jökulröndina var jarð- vegur rennblautur af leysingavatni. í dálítilli lægð þar bar snjórinn daufan, rauðleitan blæ. Hvað var þetta? Það voru lifandi verur — snæþörungar (Chlamydomonas nivalis), sent numið höfðu land á köldum jöklinum. Fyrirbrigðið er alþekkt á norðurlijara heims. Árið 1760 sá franski náttúrufræðingurinn, Th. Saussure, rauðleit- ar snæbreiður í Savoyfjöllum. Hann kallaði Jretta rauðsnævi og at- liugaði þörunginn, sem litinum olli, og lýsti fyrirbrigðinu. Eftir það upplukust augu manna, og rauðsnævi hefur síðan víða fundizt, t. d. í norðanverðu fjalllendi Noregs og Svíþjóðar, Alpafjöllum, Pýreneafjöllum, Karpatafjöllum, Úralfjöllum, Austur-Síberíu, Sval- barða, Grænlandi og íslandi. Fegursta rauðsnævið fann John Ross árið 1818 við Yorkhöfða á Norður-Grænlandi. Snæþörungarnir lit-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.