Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1949, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1949, Blaðsíða 3
GUÐNI GUÐJÓNSSON Brátt hlóðust á hann ýmis störf í félagsskap íslendinga í Kaup- mannahöfn. í stjórn íslendingafélagsins var hann um alllangt skeið og var einn frumkvöðull róðrarfélagsins, sem veitti stúdentum marga ánægjulega kvöldstund á Eyrarsundi. Að loknu námi hlaut hann vist á Borchs Collegium, sem ætlað er kandidötum, er hyggja á framhaldsnám í fræðigrein sinni, og þar bjó hann til ársihs 1947. Á öðru vistarári var hann kosinn umsjónarmaður og síðan hvað eftir annað. Hef ég það fyrir satt, að úr ýmsum vanda hafi hann leyst fyrir visthræður sína á hernámsárunum, enda skall oft hurð nærri liælum. Þegar íslendingar flykktust lieim að stríði loknu, varð Guðni eft- ir, því að hann var bundinn þar við rannsóknarstörf um skeið. Varð liann nú til þess að veita stúdentafélaginu forstöðu. Hann brúaði djúp'ð milli eldri og yngri kynslóðarinnar og hélt við þeim erfðum, sem saga stúdentafélagsins hefur skapað í Kaupmannahöfn. Guðni var tryggur vinur og góður félagi. Hef ég engan mann þekkt hjálpsamari, bæði kunnugum og ókunnugum. Hann hafði alltaf, tíma til að leiðbeina íslenzkum ferðamönnum og hjálpá, ef veikindi steðjuðu að. Greiðasemi hans munu margir muna. Vandvirkni og þolinmæði einkenndu öll störf Guðna. Hann var ekki fljótvirkur, neina nauður ræki til, en bá hef ég fáa vitað af- kastameiri. Eins og mörgum íslendingum, var honum tamt að vinna í skorpum og unni sér þá hvorki matar né svefns. Sumarið 1937, er við vorum báðir að lesa undir fyrrihlutapróf, safnaði hann plöntum af miklu kappi. I þeim tilgan»i fórum við á reiðhjóli um Jótland allt og eyjarnar. Það var unun að sjá Guðna handleika jurtasafn sitt. Þar var regla í hvívetna, og ekki var hann í rónni, eftir að við komum úr þessum le'ðangri, fyrr en safnið var allt h'mt upp og hver planta hafði verið greind. Seinna safnaði hann einnig talsverðu af plöntum í Noregi, og þeear honum bauðst þátt- taka í grasale:'ðangri danskra samstarfsmanna til Grænlands, tók hann því boði strax, til þess að geta safnað þar plöntum í grasasafnið í Reykjavík. Hann hafði alltaf hugann við framtíðarstarf sitt á íslandi, þótt óráðið væri með öllu, hvaða stöðu hann fengi. Hann hafði óbilandi trú á framtíð íslenzkra náttúruvísinda, og ber gleggst vitni um það ritgerð, er hann birti á stríðsárunum í tímaritinu „Fróni" um ,,Rannsóknir á náttúru íslands". í ritgerð þessari telur hann það stafa fremur af vanþekkingu og vil]aleysi en getuleysi, að íslenzkar

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.