Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1949, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1949, Blaðsíða 25
GOS GEYSIS í HAUKADAL 25 Þorbjörn mun hér á eftir gera nánari grein fyrir hitamælingunum, en ég vil bæta hér við nokkrum almennum orðum. Það er kunnugt, að þegar venjulegt vatn, sem jafnan er í nokkuð af lofti, er hitað, fer að hvína í því, þegar snarphita er náð. Þá er loftið að losna úr því. Loks fer vatnið að sjóða við suðumarkið, sem er 100°C við eina loftþyngd. Við suðuna lieldur loftið enn áfram að losna, og þar kemur, að lítið sem ekkert er orðið eft'r af því í vatninu. En þá kemur nýtt atriði til sögunnar: Vatnið tregðast við að sjóða við suðumarkshita. Það hitnar ein 2—4 stig upp fyrir suðumark, og þá.kemur suðan upp, snögglega og eins 'og sprenging. Loftlaust, lireint vatn hefur, með öðrum orðum, mikla tilhneig- ingu til að yfirhitna og sjóða rykkjótt. Þessi tilhneiging er svo sterk, að á tilraunastofum verður jafnan að gera sérstakar ráðstafanir, setja t. d. glerbrot í vatnið, ef sporna á við rykkjóttri suðu. Eg gerði eitt sinn nokkrar tilraunir með yfirhitun á vatni í venju- legu tilraunaglasi. Niðurstaðan varð sú, að þegar búið var að sjóða loftið burt, var auðvelt aðjiita vatnið upp í 104°C, áður en suðan kom upp. Hærra komst ég ekki, en vitað er, að með sérstökum varúðarráð- stöfunum er hægt að.komast upp í 110—120°C. En ef ég setti vott af sápu í vatnið, varð breyting á. Þá gat ég auðveldlega hitað upp í 112°C, áður en suðan kom upp. En það var þá ekki nein venjuleg suða, heldur sprenging, sem þeytti inni- lialdi glassins upp á loftið í tilraunastofunni. Meðan loft er í vatni tekst ekki að yfirhita það svo að nokkrn nemi. Yfírhitunin í Geysi ætti því að sýna allgreinilega, hve lítið loft er í því vatni og hve litla þýðingu loftið hlýtur að hafa við gos n. Hins vegar gefa tilraunirnar bendingu um þýðingu sápunnar. Hún er í því fólgin, að sápumengað vatn yfirhitnar auðveldlegar og miklu meir en hreint vatn. Þegar hitinn niðri í Geysi er kominn að suðumarki, tekur maður eftir því, að litlar suðuliólur stíga upp. (Ég hef árangurslaust reynt að safna lofti úr þessum bólum. Þær eru hrein vatnsgufa.) Þær sýna, að róleg suða á sér stað og hún veldur engu raski í hvernum, kemur ekki gosi af stað. En því næst getur svo farið, að bólur hætti að stíga. Róleg suða hefur fallið niður, og nú má búast við yfirhitun.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.