Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 31
GOS GEYSIS í HAUKADAL
23
ing mín á gosunum sætti, þótt það gæti á ýmsan hátt verið fróðlegt.
Ég læt nægja að segja, að ég sé enga ástæðu til að breyta neinu al'
því, sem ég hélt fram um Geysisgos.
En það er fleira fróðlegt í rituðu máli um Cieysi, og ég liefd, að það
sé einnig holf lesning hverjum þeim, sem fæst við náttúrurannsóknir,
ef með gagnrýni er iesið.
Gos Geysis eru eðlisfræðilegt fyrirbrigði, en um þau hefur fjaflað
fjöldi manna, senr lítið skyn bar á eðlisfræði. Og því verða Geysis-
bókmenntirnar hið dásamlegasta sýnishorn þess, hvérnig rangar
niðurstöður verða til. Það er lærdómsríkt að kynnast slíku, og ég
tel mig hafa liaft gagn af jr>ví.
En svo ég víki aftur að gosaskýringunni, þá var á athugunum
mínum vissulega sú vöntun, að yfirhiti lrafði ekki verið mældur ör-
ugglega. Hér var aðeins um ályktun að ræða. í eitt skipti mældi ég
yfirhita, en þó ekki svo mikinn, að ég teldi hann öruggan.
Ástæðan fyrir þessu var að minni hyggju sú, að hitasveiflurnar
væru mjög liraðar og yfirhitinn á hverjum stað (með aðstreymi lieits
vatns) væri svo hverfull, að litlar líktir væru til, að hægt væri að
greina hann á venjulegan hámarkshitamæli, sem þarf nokkurn tíma
til þess að sýna fullan hita. Á betra tæki átti ég ekki kost og varð því
að láta þar við sitja.
Nokkru síðar kom hingað til hverarannsókna Norðmaðurinn pró-
fessor Barth, og mældi hann hita í Geysi með rafmagnshitamæli,
sem hefur þann kost, að hitann rná lesa meðan mælirinn er niðri í
vatninu. Barth fann miklar hitasveiflur á hverjum stað í pípunni,
einkum um miðjuna og ofar.
En hitinn komst hvergi nærri suðumarki. Um miðja pípuna reynd-
ist hann mest eitthvað 115°C, en það er 5° undir suðumarki. Og svo
kom alveg-nýtt atriði í ljós: Hitinn lækkaði frá miðju til botns. Það
varþá ljóst, aðsuða í pípunni kom ekki lil greina, hvað þá yfirhitun,
og Barth taldi því skoðun Þorkels Þorkelssonar aðgengilegasta.
En þessar mælingar sýndu, að bæði ég og Bunsen höfðum mælt lút-
ann skakkt. Eða hvað? Gat það hugsazt, að mælir Barths liefði verið
skakkur? Það hvarflaði að minnsta kosti ekki að Barth sjálfum. En
það sér hver maður, að það ómögulegt að fá á kvikasilfursmæli
120° í miðri pípu og 127° í botni, ef liitinn er mestur um miðja
pípu og aðeins um 115°C. Kvikasilfursmælir er einfalt áhald og
það er auðvelt að ganga úr skugga um, hvort hann er réttur eða ekki.
Aftur á móti er rafmagnshitamælir 1 lókið verkfæri, og honum má