Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 19
RAUÐHÓLL
11
Svo er t. d. um alla þá „aukagíga“ og „hraunkatla“, sem getið er í
tilvitnuninni eftir Þorvald Thoroddscn hér að framan, og fleiri
mætti télja.
Kftirtalin rök, sent öll voru auðsæ, meðan Ratiðhó]] var óskadd-
aður af manna völdum, hníga e'ndregið í þá átt, að hann sé gervi-
g'ígur:
Rauðhóll var lítið og einangrað eldvarp, en jrví nær allar þær
eldstöðvar, sem gosið hala eftir ísöld á hinu eldbrunna svæði suður
af Hafnarfirði, eru eldgjár með gígaröðum og skipta kílómetrum
að' lengd. — í öðru lagi virtist Rauðhóll standa drjúgan spöl, 6—7
km, utan Jtessa jarðeldasvæðis, og í grágrýtisholtunum norðan hans
og austan, alveg hjá, hef.ur jarðeldur ekki bært á sér eftir ísaldarlok.
Engin gossprunga nær frá hólnum inn í Jretta grágrýti, sem liggur
óbrotið og ýmist bert eða aðeins hulið lausum jarðlögum, sent eru
eldri eu hóllinn og samt óröskuð, aðeins um íiundrað metra lrá
lionum í þá átt, sem allar gossprungur á Reykjanesskaga stefna. —
í þriðja lagi var að öllu leyti sennilegt ef'tir staðháttum, að hrauniö
sunnan við Hvaleyrarholt hefði runnið þar ylir sjávarleirur eða
annað votlendi.
Um margra ára skeið veitti ég Rauðhól enga verulega athygli og
lét mér, nægja þá skýringu á myndun hans, að liann væri gervigígur,
eins ög að framan getur, enda var þá ekki greitt um vik að kanna
innviði hans.
Þetta breyttist á hernámsárunum. Þá var tekin mikil rauðamöl úr
hólnum. einkum norðanverðum, og myndaðist þar stór gryfja. Kom
þá í ljós, að rauðamölin, sem var aðalefni hólsins, náði irin undir
braunklappirnar, svo að Jrær skéittu fram í gryfjubrúninni, þegar
möbn var tekin undan þeinr. Þetta sýndi, að liraunið liafði runnið
upp að hólnunt og hann gat því ekki verið yngri en það. Þar nteð
var Jtó naumast sannað, að hann væri eldri. Hugsanlegt var, að liann
hefði hrúgazt upp í rennandi hrauninu, en Jtað hækkað eitthvað og
flætt upp utan með hontun eftir Jtað.
En síðastliðið sumar var grafið alveg niður úr hólnum, svo að
undirlag lrans kom í ljós. Malargryfjan hafði þá enn stækkað að
miklurn mun, og nær lnin nú hringinn í kringum Rauðhól. Eftir
stendur aðeins dálítill stalilti í miðju. Hann er úr fast samlímdum
hraunkleprum, svörtum ograuðum. Þessi kjarni hólsins hef'ur reynzt
of liarður mokstrarvélunum, og því er honunt leift. Samt er hraun-
grýtið í honum mjög frauðkennt og miklu losaralegri steypa en t. d.