Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1949, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1949, Blaðsíða 10
10 NATTURUFRÆÐINGURINN nýir hraunstraumar gigahrúgum þessum og bræða þa-r. Smáir hraunkatlar, gíeraðir að utan, byggðir tír þunnum hraunlögum og hraunkle.ssuni, cru algengir kringum Ljekiarbotna, na-rri Reykjavík, og fjöldi a£ gjalllirúgum og hraunkötlum er víða við Mývatn og í Laxárdal. Hjá Garði í Aðaheyk'adal er fjöldi af slíkum örsmáúm gjall- gíguni . . . Hvergi á íslandi er annar eins urmull af smágígum eius og á liinu forna Eldgjárhrauni á Landbfoti . . . Hraunið helir líklega . . . runnið* yfir valn eða íjöró. Yngri jarðfræðingur, íslenzkur, Guðmundur CJ. Bárðarson, skýrir niyndun gervigíga nokkiirn veginn á sama hátt (Ágrip af jarðfræði, 3. útg., bls. 110): Gervigígar (aukagigar eða „hornilo") myndasl þar, sem hraun rennur yfir vollendi. Vatnið breylist í gufu og ryður sér op upp i'ir brauninu, er líkist smágfg. — Sé hraunið þykkt og guluorkan mikil og langíe, spennir hún liraunlcðjuua upp, svo að þar tekur að gjósa og myndasl gjallhrúga umhverfis uppgö'.iguna. l'essa skýringu á myndun gervigíga liafa nú flestir þeir íslending- ar, sem eilthvað liafa kynnzt jarðfræði, num'ð af bókum eða í skól- um, og telja má, að hún sé almennt viðurkennd hér á landi. Ekki hef ég enn komizt tii að ganga úr skuzga um, hvort Þorvaldur TJior- oddsen er höfundur þessarar skýringar eða hefur hana eftir eldri jarðfræðingum, útlendum. En víst er um það, að h'n íslenzka skoðun á myndun gervigíga á nú ekki upp á pallborðið meðal erlendra vís- indamanna. Ég 'hef hvergi séð á hana minnzt í ritum þe'rra. Vel kann þó svo að vera í ritum, sem ég hef ekki náð til. En t. d. F. von Wolff,1 K. Sapper,2 A. R'ttmann:i og C. A. Gotton,4 sem allir eru úr hópi hinna merkustu rithöfunda um' jarðeldafræð', geta hennar að engu í höfuðritum sínum um þau efni. Að vísu ræða þeir um horniltos^ en telja þá hafa myndazt við smágos, aðeins upp úr lirauninu sjálftt, meðan það var að renna, og trúa því bersýnilega ekki, að vatn í undirlagi hraunsins eigi þar nokkurn hlut að máli. Hin almenna skoðun hér á landi styðst aftur á móti við það, að flestallir þeir hraunkatlar og gjalihólar, sem hér hafa verið skýrðir sem hornitos eða gervigígar, eru á slíkum stöðum, að landslag bendir eindregið til, að þar liafi liraun runnið út á votlendi eða í vatn. 1. Dcr Vulhanismus, 1. 15d. Allgem. Teil, Stultgart 1914. 2. Vulkanhunde, Stuttg. 1927. 3. Vulhane und ihre Taligkeit, Stuttg. 1936. 4. Volcanoes as Laridscape Forms, New-Zealand 1944. 5. Hornilo er spa'nskt orð og merkir upphaflega (lítinn) ofn.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.