Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 30
22
NÁTTÚ RUFRÆfilNGURINN
Vissulega benti þessi endurlífgun Geysis til þess, að liÍLÍnn í sjálfri
pípunni réði mestu um gosin, eins og ég hafði haldið. En nú var
l'engið tækfæri til að rannsaka Geysi ýtarlegar en áður, og ég gerði
því allt, sem mér gat hugkvæmzt, til þess að komast að hinni sönnu
orsök gosanna.
Og ég taldi mig meðal annars ganga úr skugga um tvennt: 1. Eng-
in veruleg holrúm voru til utan pípunnar. 2. Loft var svo óverulegt
í Geysisvatni, að rnér téikst aldrei að saliia minnsta votti al því, og
virtist þá óhugsandi, að það gæti valdið nokkru um gosin.
Niðurstöður af hitamælingum mínurn voru hins vegar svipaðar
niðurstöðum Bunsens. IJé) fann ég um miðja pípuna liita, er var
alveg um suðumark.
í lokaályktunum mínum hélt ég fast við þá skoðun Bunsens, að
meginorsök goss'ns lægi í pípunni sjálfri og það af fleiri en einni
ástæðu og væri raunvérulega suða í miðri pípunni — en þó frábrugð-
in því, sem Bunsen hafði lialdið. Það var að mínum dómi ekki nægi-
legt, að liitinn næði suðumarki, heldur taldi ég. að hann hlyti að
hlaupa talsvert upp fyrir það, áður en suðan byrjaði. Slík suða er
vel þekkt fyrirbrigði. Hún er snögg eins og sprenging og annars og
meira megnug í þessu sambandi en venjtdeg suða, sem byrjað hefur
við sjálft suðumarkið.
Yfirhitun vatnsins ylir suðumark varð þannig niðurstaðan hjá
mér og þungamiðjan í skýringu gosanna. Sú skýring virtist mér bein
alleiðing af hinum ýmsu athugunum, sem ég studdist við, og ég
átti ekki á ö.ðru von en aðrir, sem kynntu sér málið, litu á Jrað sömn
augum.
En það lór á annan veg. Þessi skýring gekk illa í flesta eða alla,
sem áhuga höfðu á Geysi, og gáfu sig ýmsir fram til Jress að benda á,
hve mikil firra httn væri. Þeirra á meðal jafnvel dýrafræðingur einn
iiti í Danmörku, sem skrifaði langa ritgerð til jiess að sýna, hve ósýnt
mér væri um að draga réttar ályktanir um eðlisfræðilegt l'yrirbrigði.
Þessi éigæti maður kom Jiví næst með sína skýringu á hlulunum. En
ekki mundi af veita, að eitthvert furðudýr væri niðri í Geysi til að
stjórna svo gangi gossins, að það gerðist á þann hátt, sem honum
þótti skiljanlegast.*
Það er annars ekki ætlunin að rekja hér þær aðlinnslur, sem skýr-
* S. L. Tuxen: Bemerkungen iiber die erneuerte Aktivitiit des grossen Geysir in
Haukadalur. Vísindatélag íslendinga 1938.