Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1949, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1949, Blaðsíða 9
Guðmundur Kjartansson: RAUÐHÓLL í lirauninu sunnan uridir Hvaleyrarholti við Hafnarfjörð stóð snotur hóll, sem hét Rauðhóll. Þátíð er Jiér höfð af ásettu ráði, því að nú er lítið eftir af liólnum. Stór malargryfja er komin í staðinn. Á Herf.r.kortinu, 1:50000, er Rauðhóll sýndur 24 m yfir sjó árið 1908. Þegar ég man fyrst eftir Rauðhól, fyrir fuilum 20 árum, var hann enn óskaddaður að kalla af manna völdum. Ég gæti trúað, að hann hafi verið um 10 m hár upp af hrauninu. Nokkuð var iiann gróinn mosa, lyhgi, grasi og öðrum hraungróðri, en víða skein í bert grjótið, og það var alls staðar hraungiall og hraunkleprar, hvört tveggja rautt að lit. Ef ég man rétt, var hundaþúfa á liæstu nibbunni, og austur af henni var dálítil skál í hólinn, grunn og grasi vaxin. Jarðvegur eða rauð skriða huldu alls staðar mót hólsins og liraunsins, sem hann stóð í, og var því ekki ljóst, hvort lá ofan á hinu. Um þessar mundir var ég nærri sannfærður um, að Rauðhóll væri gervigígur, þarna hef'ði aðeins gosið upp úr hrauninu sjálfii og næsta undirlagi þess, meðan liraunið var ekki fullstorkið, en væri ekki um raunverulegar eldstöðvar að ræða. Þorvaldur Thoroddsen lýsir gervigígum (sem liann nefnir auka- gíga eða hráunkatla) og skýrir myndun þeirra, sem hér segir (Lýsing íslands, II b., bls. 93): Á íslcnzkuiii hiaunum eru aukágigir og hraunkatlur (hoinitos) algengii'. Sllkir smá- gígii' hópa sig o£t sanian A litlu svæði, svo tugum skiptir og jal'nvel huildruðum. 1 liaunkatlar þessir starida reglulaust í liraununum, en gosgígir raða sér ottast í vissar stefnur, eftir brestum í jarðarskorpunni. Þessir aukagígir eru í raun réttri engir gígir, þó þeir hafi gíglögun, þeir slanda ckki í sambandi við innri hlula jarðar, en hafa und- ir sérstökum kringumstæðum niyndazt á hraununum sjálfum og hafa hita og afl cin- gtingu úr þcim. I>ar sem mikið hraun rennur út í mýri eða vatn, sýgur hraunið í sig svo mikla vatnsgufu, svo þar fcr að gjósa, og geta gos þau staðið alllengi, cf hraun- ið er þykkt. Þegar hraunið kólnar, eru þá eftir á því hópar af rauðum gjallhrúgum og svörtum hxaunkötlum, sem myndazt hafa a£ þessum smágosum. Stundum tvístra

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.