Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1949, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1949, Blaðsíða 42
Hermann Einarsson: Ný aðferð við aðgreiningu síldarkynja Tvær aðferðir hafa aðallega verið notaðar við aðgréiningu mis- munandi síldarkynja, þ. e. a. Kynþróskaákvörðun, sem mæld lieinr verið í stigum, eftir sjón- mati. b. Hryggjarliðatalningar og talningar á öðrum einkennum, svo sem kjölhreistri og Ijöida uggageisla. Venjulega eru báðar aðl'erðirnar notaðar jafnhl.ða, og eru þær einna áreiðanlegastar, þegar rannsókn er gerð á hrygnandi stdfni og kynþroskinn er næsta öruggt tákn um síldarkynið, sem um íæðir. Þegar öðruvísi stendur á, koma þessar aðferðir ekki að lialdi og geta jafnvel verið algerlega villandi. Sem dæmi slíks má telja: 1. Á kræðu verður ekki gerður greinarmunur á kynþroska, og er lienni óft skipt eftir stærðarflokkum. En stærðardreifing mismun- andi gotstofna getur einnig verið svo lík, að þessari skiptingu verður ekki við kom'ð. 2. Smásíld, sem aldrei fiefur lirygnt, er ekki hægt að skípa í got- stofna samkvæmt kynþroskaákvörðun, og í því tilfelli eru hryggjar- liðatalningar einar næsta ónákvæmt einkenni stofnsins. 3. Seinni fifuta sumars hefur reynzt mjög erlitt að skera úr um, hvort síld tillieyri vorgots- eða sumargotsstofni, þar eð munurinn á stigi III og VIII -er harla tvíræður á þessum tíma árs. Rannsókn hefur nú verið gerð á því, hvort finna mætti aðrar að- ferðir til þess að aðgreina þá tvo gotstofna, sem hrygna við suður- og suðvesturströnd Islands, þ. e. vorgots- og sumargotssíid. Fyrst var sá möguleiki athugaður, hvort hægt væri að nota hreist- ursmælingar í þessu skyni. Þar eð sumargotssíld myndar ekki að jafnaði neinn vetrarhring í hreistri sínu, veturinn eftir að hún klekst úr eggi, ætti hreistursvöxturinn frá. miðju og að fyrsta vetrarhring

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.