Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1949, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1949, Blaðsíða 34
Sigurð'ur Þórarinsson: Um aldur Geysís Margt hefur verið skrifað um Geysi í Haukadal, hinn ókrýnda konung goshvera jarðarinnar. Frægð lians fór snemma víða um lönd, enda hafa engir hverir, sem sögur fara af, jafnazt við hann að mikil- fengleik, að undanskildum Waimangu á Nýja Sjálandi, sem gaus um 300 m háum gosum, en sá hver gaus aðeins fá ár, frá 1900—1904, og virðist þar fremur hafa verið að ræða um eins konar eldgos undir vatni en um hveragos í venjulegri merkingu. Það jók og á frægð Geysis og annarra íslenzkra hvera, að fram á síðustu Öld vorti hvera- svæði íslands einu stóru hverasvæðin, sem livítir menn þekktu til. Stærstu hverasvæði utan íslands eru Rotorua-Taupo-svæðið á Norð- ureyju Nýja Sjálands og Yellowstone-svæðið í ríkinu Wyoming í Bandaríkjunum. Yellowstone-svæðið leit hvítur maður í fyrsta skipti lcSlO. Tri'iði honum enginn, er hann sagði frá náttúruundrum þess, óg svæðið varð ekki almennt þekkt fyrr én eftir miðja öldina. Rotorua-Taupo-svæðið varð ekki heldur hvítum mönnum kunnugt fyrr en um miðja 19. öld. Með athugunum Eggerts Olafssonar og Bjarna Pálssonar á Geysi sumarið 1750 hefst vísindaleg rannsókn á þessum goshver. Síðan hefur fjöldi vísindamanna skoðað Geysi, og ritgerðir um hann, meira eða minna vísindalegs eðlis, munu skipta hundruðum. Sumir þessara lræð:manna hafa reynt að áætla aldur Geysis og hverasvæðis- ins kringum liann. Franski steinafræðingurinn A. Descloizeaux, sem athugaði Geysi sumarið 1846 ásamt Þjóðverjunum S. von Walt- ershausen og R. Bunsen, gerði ýmsar athuganir á kísilhrúðurslögun- um á hverasvæðinu, einkum við Beiná, og komst að þeirri niður- stöðu, að núverandi goshverir á svæðinu væru eldri en landnám íslands og elztu hverahrúðurslögin miklu eldri. Sumarið 1859 dvaldist Bretinn Charles Forbes við Geysi og gerði þá frumstæða mælingu á útfellingu kísils úr vatni hversins. (Það var

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.