Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 42

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 42
Sigurður Þórarinsson: Um aldur Geysis Margt hefur verið skrifað um Geysi í Haukadal, hinn ókrýnda konung goslivera jarðarinnar. Frægð hans fór snemma víða um lönd, enda hafa engir hverir, sem sögur fara af, jafnazt við hann að mikil- fengleik, að undanskildum Waimangu á Nýja Sjálandi, sem gaus um 300 m háum gosum, en sá liver gaus aðeins fá ár, frá 1000—1904, og virðist ])ar fremur hafa verið áð'ræða um eins konar eldgos undir vatni en um hveragos í venjulegri merkingu. Það jók og á frægð Geysis og annarra íslenzkra hvera, að fram á síðustu öld voru hvera- svæði Islands einu stóru hverasvæðin, sem hvítir menn þekktu til. Stærstu hverasvæði utan íslands eru Rotorua-Taupo-svæðið á Norð- ureyju Nýja Sjálands og Yellowstone-svæðið í ríkinu Wyoming í Bandaríkjunum. Yellowstone-svæðið leit hvítur maður í lyrsta skipti 1810. Trúði honum enginn, er hann sagði frá náttúruundrum þess, og svæðið varð ekki almennt ]>ekkt fyrr én eftir miðja öldina. Rotorua-Taupo-svæðið varð ekki heldur hv.ítum mönnum kunnugt fyrr en um miðja 19. öld. Með athugunum Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar á Geysi sumarið 1750 hefst vísindaleg rannsókn á þessum goshver. Síðan hefur fjöldi vísindamanna skoðað Geysi, og ritgerðir um hann, mena eða minna vísindalegs eðlis, munu skijita hundruðum. Sumir þessara fræðimanna hafa reynt að áætla aldur Geysis og hverasvæðis- ins kringum hann. Franski steinafræðingurinn A. Descloizeaux, sem athugaði Geysi sumarið 184(i ásamt Þjóðverjunum S. von Walt- ershausen og R. Bunsen, gerði ýmsar athuganir á kísilhrúðurslögun- um á hverasvæðinu, einkum við Beiná, og komst að þeirri niður- stöðu, að núverandi goshverir á svæðinu væru eldri en landnám íslands og elztu hverahrúðurslþgin miklu eldri. Sumarið 1859 dvaldist Bretinn Charles Forbes við Geysi og gerði þá frumstæða mælingu á útfellingu kísils úr vatni hversins. (Það var

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.